Ísafjörður: Góð mæting á sjávarréttarveislu Kiwanis

Árleg sjávarréttaveisla Kiwanisklússins Bása var haldin þann 27. apríl síðastliðinn í húsnæði klúbbsins. Góð mæting var og var gerður mjög góður rómur að veisluföngum. Á boðstólum voru hefðbundnir íslenskir fiskréttir eins og saltfiskur og plokkfiskur. Einnig voru á boðstólum fiskréttir með Tælenska tengingu frá listafólkinu á Thai Tawee. Sem dæmi, lax í casjúhnetusósu, súrsæt lúða, gellur í sweet chili sósu og margir fleiri réttir sem of langt mál yrði að telja upp. Var matreiðslufólkinu þakkað fyrir með dynjandi lófaklappi. Sigurður Bjarki Guðbjartsson sagði að Básafélagar væru virkilega ánægðir með mætingu og undirtektir veislugesta. „Þessi árlega sjávarréttaveisla er önnur af okkar stóru fjáröflunum. Viljum við þakka innilega fyrir stuðninginn og mun þetta gera okkur kleift að halda áfram að styðja við góð málefni. Kveðja Kiwanisklúbburinn Básar.“

Matreiðslufólki þakkað fyrir veitingarnar.

Myndir: aðsendar.

DEILA