Sveitarstjórnarkosningar í dag í Vesturbyggð og á Tálknafirði

Talning atkvæði verður í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Sveitarstjórnarkosnngar fara fram í dag í nýju sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Samhliða fara fram kosningar í fjórR heimastjórnir. Kosið verður á fjórum stöðum.

  • Patreks­fjörður – Kosið í Félags­heimili Patreks­fjarðar (FHP) Kjör­deildin opnar kl. 10:00.
  • Bíldu­dalur – Kosið í félags­heim­ilinu Bald­urs­haga Kjör­deildin opnar kl. 12:00.
  • Kross­holt – Kosið í Birki­mels­skóla á Barða­strönd. Kjör­deildin opnar kl. 12:00.
  • Tálkna­fjörður – Kosið í Tálkna­fjarð­ar­skóla. Kjör­deildin opnar kl. 10:00.

Íbúar fyrrum Rauðasands­hrepps eru skráðir í kjör­deild­inni á Patreks­firði.

Kjörfundi skal lokið eigi síðar en kl 22. Ljúka má kjörfundi fyrr ef allir sem á kjör­skrá standa hafa greitt atkvæði og eftir fimm klukku­stundir ef öll kjör­stjórnin og umboðs­menn eru sammála um það, enda sé þá hálf klukku­stund liðin frá því að kjós­andi gaf sig síðast fram. 

Tveir framboðslistar eru boðnir fram, D listi Sjálfstæðisflokksins og óháðra og N listi Nýrrar sýnar.

Allir íbúar hvers svæðis eru í fram­boði til heima­stjórnar og kýs hver íbúi einn einstak­ling á því svæði sem hann býr. 

Talning atkvæða úr sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum fer fram í Félags­heimili Patreks­fjarðar laug­ar­daginn 4. maí og opnar taln­ing­ar­staður kl. 21:00. Einnig verða atkvæði í heima­stjórn­ar­kosn­ing­unum talin á sama stað á sama tíma. Hægt er að fylgjast með taln­ing­unni á staðnum og verða úrslit í öllum kosn­ing­unum kynnt að taln­ingu lokinni.

DEILA