Strandveiðtímabilið hafið

Mikið hefur verið um að vera í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun, á fyrsta degi strandveiðanna. Klukkan tíu voru á níunda hundrað skip og bátar í fjareftirliti hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan áréttar að allir bátar sem fara til strandveiða þurfa að tilkynna Landhelgisgæslunni brottför til hafnar á VHF rás 9 eða með smáforritinu VSS.

Þá er einnig skilyrði að haffæri séu í gildi en óheimilt er að hefja sjóferð nema að gilt haffærisskírteini sé um borð og áhöfn sé lögskráð.

Útgerðir 542 smábáta höfðu tryggt sér leyfi til strandveiða um hádegi.

Þetta eru heldur fleiri en við upphaf veiðanna í fyrra þegar Fiskistofa hafði gefið út 516 leyfi.

Um 700 bátar hafa að jafnaði verið gerðir út á strandveiðar undanfarin ár.

DEILA