Frétt

Stakkur 13. tbl. 2006 | 29.03.2006 | 09:51Frelsi fjölmiðla og ábyrgð blaðamanna

Nokkur umræða hefur orðið um það að BB búi við pólitískan þrýsting. Einkum á hann að vera frá bæjarstjórn og bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Inn í þessa umræðu blandast fyrrum blaðamaður BB. Ekki verður séð að BB hafi látið undan slíkum pólitískum þrýstingi enda væri það jafn óskynsamlegt og það að einstakir blaðamenn telji sig geta stýrt pólitískri umræðu undir merkjum hlutlausrar blaðamennsku. Það er vandaverk að stunda hlutlæga og hlutlausa blaða- og fréttamennsku og tekst stundum ekki hjá þeim sem hæst látast í þeim efnum.

Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð. Einn þáttur hennar er að láta ekki undan þrýstingi, heldur halda sínu striki. Það hefur í för með sér að stundum verður fjölmiðill að segja frá óþægilegum atburðum. Það sem er leiðinlegt verður aldrei til fagnaðar með þeim sem tengjast hinu neikvæða á einhvern hátt. Það er skiljanlegt, en getur ekki ráðið umfjöllun efnis í blaði, útvarpi eða sjónvarpi. Lesendur blaðs, hlustendur útvarps og áhorfendur sjónvarps gera þær kröfur að þeim sé sagt satt um atburði líðandi stundar og ekki bara svo - heldur að öll sagan sé sögð og ekki dregið undan. Það kann að reynast afar óþægilegt stjórnmálamönnum á stundum.

Hvernig má það vera að hið svokallaða fjórða vald, sem talsmenn fjölmiðlunar leggja mjög upp úr, skuli falla í þá gryfju að hagræða staðreyndum? Gera fjölmiðlar það? Varla, en hinu verður ekki neitað að einstakir fjölmiðlamenn falla í gryfjuna, oftar en ekki í eiginhagsmunaskyni. Dæmi eru þess að virtir fjölmiðlungar hafi misst bæði virðinguna og verðlaunin þegar upp komst um strákinn Tuma.

Einstakir blaðamenn hafa líka fallið í þá freistni að vilja eigna sér heiðurinn af atburðarás. Þeir sem það gera koma sér í þau spor að gagnrýni í anda þeirrar sem sett hefur verið fram á Morgunblaðið þess efnis, að sá ágæti fjölmiðill hafi ýtt undir verðfall hlutabréfa og gengisfall krónunnar. Vissulega kann fréttaflutningur að hafa áhrif á rás atburða. Nægir að minna á það er gerðist 1929 í kreppunni miklu. Hins vegar er það afar ósennilegt að frétt í Morgunblaðinu felli krónuna. Hitt hefði verið rangt að segja ekki frá umfjöllun erlendis um peningamarkað á Íslandi. Við Ísfirðingar megum ekkert frekar en Íslendingar almennt halda að heimurinn snúist um okkur. Hann er miklu stærri en svo.

Hinni sanni tónn fréttamennskunnar hlýtur að vera sá, að kanna hvert viðfangsefni rækilega og lýsa því sem kemur þá fram og segja frá því á einfaldan og skýran hátt. Það verður reyndar frekar erfitt þegar búið er að ala upp í fólki að það skuli fá fréttir af öllu sem gerist strax. En þar með er ekki sagt að fréttaflutningur sé betri. Skemmri tími gefst til að vinna þær og gagnrýni verður minni. Þá verður fréttamaðurinn stundum frétt.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli