Frétt

Stakkur 52. tbl. 2005 | 30.12.2005 | 11:38Áramót 2005 – 2006

Hvað er eftirminnilegast þegar litið er yfir liðið ár? Á landsvísu ber brotthvarf Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra í nærri 13½ ár og borgarstjóra í Reykjavík í ríflega 9 ár, einna hæst eftir rúm 31 ár í íslenskum stjórnmálum. Yfirbragð er annað. Hann ríkir í Seðlabankanum, og er gagnrýndur af sumum en lofaður af öðrum. Brotthvarf hans veitti Halldóri Ásgrímssyni tækifæri til að láta til sín taka án þess að standa í skugga hans sem utanríkisráðherra í ríkisstjórninni. Ekki er enn ljóst hvort það hafi tekist að fullu.

Forsætisráðherra er íhugull en þykir hvorki hafa röggsemi né skopskyn Davíðs. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ruddi forvera sínum Össuri Skarphéðinssyni úr sessi en nær ekki tökum á Samfylkingunni, því miður fyrir hana. Prófkjör Sjálfstæðisflokks í Reykjavík tókst afar vel og niðurstaðan er að jafn margir karlar og konur skipa sæti listans á eftir. Yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar bæta ekki úr gagnvart Samfylkingu er stefnir í hart leiðtogaprófkjör. Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn eiga undir högg að sækja. Framsóknarflokki er óþarft að örvænta. Lítið fylgi í skoðanakönnunum skýrist af því að úrtakið nær aðeins upp að 75 ára aldri. Framsóknarmenn, sem eru allt að 30 árum eldri, eru ekki spurðir enda er fylgið meira í kosningum. Vinstri grænir sigla greitt og eru utan Vestfjarða helsta svarið við Sjálfstæðisflokki.

Aðstandendur í Reykjavík veittu Reykjavíkurlista dánarvottorð, en blásið er lífi í andvana eftirmynd hans á Ísafirði, sem sennilega verður meirihlutanum þar til lífs í vor. Kjaradómur er ekki dómstóll heldur stjórnsýslunefnd, en veldur ríkisstjórn höfuðverk með launahækkunum til Forseta Íslands og annarra æðstu embættismanna. Forseti eflir tengsl sín við þotulið og Mónakó, regnhlíf spilavíta við Miðjarðarhaf, mörgum til ama. Heldur virðist falla á sameiningartáknið frekar en við synjun hans á því að fjölmiðlalög hlytu gildi. Gagnsemi slíkra laga verður æ ljósari, en ísfirsk alþýða telur rétt að verðlauna auðmenninna á sama tíma og rannsóknir sýna að matvara kostar hér 42% meira en á Norðurlöndunum. Þau þó dýrust á eftir Íslandi.

Spennandi sveitarstjórnarkosningar bíða og vísa til um alþingiskosningar að ári. Deilur í Menntaskólanum á Ísafirði eru óleystar. Þær rýra veg Vestfirðinga. Vonir eru til að skammir nefndarinnar er rannsakaði málið virki bæði á kennara, sem telja sig beygða, og skólameistara, ósparan á yfirlýsingar. Megi athygli beinist að uppbygglilegu starfi á næsta ári og fólksfækkun á Vestfjörðum stöðvast. Nú eru Íslendingar taldir 299.697 og Vestfirðingar 7.456. Öllum er óskað gleðilegs árs og lesendum BB þökkuð samfylgdin á því er senn kveður.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli