Frétt

| 21.03.2001 | 11:54Í Grunnskóla Flateyrar er unnið samkvæmt nýjum áherslum í skólastarfinu

Dr. Sunita Gandhi.
Dr. Sunita Gandhi.
Á dagskrá Þjóðahátíðar Vestfirðinga í kvöld er auglýstur fyrirlestur um þróunarstarf að indverskri fyrirmynd í Grunnskóla Önundarfjarðar. Kristrún Lind Birgisdóttir skólastjóri ætlaði að flytja fyrirlesturinn en dr. Sunita Gandhi verður stödd í Ísafjarðarbæ og ætlar að sjá um fyrirlesturinn. Hann verður haldinn í Félagsheimilinu á Flateyri og hefst kl. 20.30 í kvöld, miðvikudagskvöld. Í Bæjarins besta fyrir hálfum mánuði var viðtal við Kristrúnu Lind, þar sem hún greindi m.a. frá hinum nýju áherslum sem hún hefur innleitt í skólastarfinu á Flateyri á þeim grundvelli sem dr. Sunita hefur lagt.
Sunita Gandhi lauk doktorsprófi frá Cambridge í Englandi árið 1987. Hún hefur helgað sig skólamálum alla sína tíð, allt frá því að hún fjórtán ára gömul kom á fót skólahaldi fyrir fátæk börn í grennd við heimili sitt á Indlandi. Árið 1992 kom Sunita á fót DEVI-stofnuninni (Dignity, Education, Vision International), sem er ekki rekin á ágóðaskyni fremur en annað sem Sunita hefur unnið að og beitt sér fyrir. Fyrir fimm árum stofnaði hún The Global Concepts International School í Prag í Tékklandi og fyrir þremur árum The Council for Global Education, sem eru alþjóðleg samtök með aðsetur í Washington. Á grundvelli þeirrar stefnu sem þar er fylgt hefur verið unnið á skólanum á Flateyri.

Hér fara á eftir kaflar úr viðtalinu við Kristrúnu Lind Birgisdóttur, skólastjóra á Flateyri, í Bæjarins besta fyrir tveimur vikum. Viðtalið bar fyrirsögnina Nemanda sem líður illa gengur illa í námi.

„Þegar árunum í Kennaraháskólanum var að ljúka var ég sannfærð um að kaup og kjör kennara væru ekki viðunandi og ætlaði mér alls ekki í kennslu. Það vildi svo þannig til að haldinn var „veiðidagur“ í skólanum, þar sem skólastjórar frá svo til öllum skólum á landinu koma og reyna að tæla nýútskrifaða kennara til sín. Mönnum er lofað gulli og grænum skógum, ókeypis húsnæði og góðum launum. Það var ein kona sem vakti áhuga minn, það var Rósa Þorsteinsdóttir. Hún var þá skólastjóri Grunnskóla Önundarfjarðar. Hún sat við borð með hárið allt út í loftið og var ekki með neitt á borðinu nema nokkrar lyklakippur og myndaalbúm. Af einhverjum ástæðum sat þessi kona í mér og ég hringdi í hana stuttu síðar og réð mig í vinnu.“

Kristrún hefur aldrei unnið sem óbreyttur kennari. „Ég gekk beint inn í aðstoðarskólastjórastöðu. Rósa Þorsteinsdóttir hætti um sumarið sem skólastjóri í Grunnskóla Önundarfjarðar. Við tók Sigrún Sóley Jökulsdóttir og vann ég við hlið hennar í tvö ár. Á þessum tíma var mikið deilt um grunnskólamál í Önundarfirði. Menn voru ekki sammála um framtíðarskipan skólamála í firðinum og þessi tvö ár var töluvert deilt um hvað best væri að gera. Þetta tók töluvert á mann en var vissulega lærdómsríkt.

Vorið 1999 fékk ég það hlutverk að vinna samantekt og könnun um hvort hægt væri að reka skóla í Holti sem rekinn væri með öðruvísi áherslum til að laða að nemendur víðar en bara úr sveitum Önundarfjarðar.

Við þessa vinnu kynntist ég námsstefnu sem upprunin er á Indlandi og gengur undir nafninu Global education. Böðvar Jónsson, mannræktaráhugamaður á Akureyri, lét mér í té mikið af efni um þessa stefnu og ég varð alveg hugfangin af henni. Í mjög grófum dráttum ganga þessar hugmyndir út á að byggja þurfi nemendur fyrst upp sem manneskjur áður en hægt er að byrja að troða ofan í þá námsefni.

Þó að ég hafi hrifist af námsstefnunni á meðan ég var að vinna þessa samantekt, þá datt mér ekki í hug að ég myndi einhvern tímann reyna að innleiða hana í Grunnskólann á Flateyri. Á þeim tíma var ég ekkert viss um hvað ég myndi gera í framtíðinni, hvort ég yrði áfram á Flateyri eða hvað.

Í vor varð ljóst að ég yrði skólastjóri Grunnskólans á Flateyri og þá var ýmislegt farið í gang, mest vegna áhrifa frá Böðvari. Í samstarfi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Smáraskóla í Kópavogi sóttum við um styrk til þess að hanna verkefnabanka í lífsleikni. Forsenda þess var að við myndum innleiða skólastefnu Global education. Við fengum styrkinn og fórum strax af stað. Ég var svo heppin að hafa frábært starfsfólk sem var einhuga um að breyta og bæta stefnu skólans. Án þessa fólks hefði þetta ekki orðið að veruleika.

Stefnan byggist á fjórum hornsteinum: Að gera allt framúrskarandi vel, mannrækt, þjónustu við samfélagið og alheimsvitund. Í vetur höfum við byggt á fyrstu tveimur hornsteinunum og en smám saman verið að taka hina inn og stefnum að því að undirstaðan í skólastarfinu í haust verði hornsteinarnir allir fjórir.

Á hverjum morgni eru börnin látin hittast á sal. Einn kennari sér um morgunstundin

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli