Frétt

Stakkur 36. tbl. 2003 | 10.09.2003 | 09:51Alþingismaður í dómarasæti?

Í BB í dag birtist grein eftir Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismann Frjálslynda flokksins, formann hans, fyrrverandi varaþingmann Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi formann Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Greinin er raunar fráleitar dylgjur um staðreyndir, sem öllum eru kunnar. Magnús Þór Hafsteinsson núverandi alþingismaður stuðlaði að því að lögbrot voru framin og kvikmynduð fyrir sjónvarp. Þessa hegðun sína játaði hann fyrir dómi. Skýringar Guðjóns á „miðvíkinni“ og ummæli þar um eru óskiljanlegar öllum, en breyta engu um að nefndur Magnús er áhugamaður um línuívilnun, þótt finna megi rök fyrir því að hún standist ekki núverandi lög, eins og á var bent í pistli þeim er Guðjón gerir að skotspæni sínum.

Enn er ástæða til þess að gera sér vonir um að Magnús Þór reynist góður þingmaður, þótt sú hegðun að hvetja til lögbrota teljist vart alþingismönnum sæmandi, eða er Guðjón að verja slíkt? Magnús hefur ekki verið kallaður sakamaður. En í flestum siðuðum þjóðfélögum telja menn ekki sæmandi að tilgangurinn helgi meðalið. Einungis er til þess vitnað, að enn þykir mörgum íslenskum kjóendum við hæfi að þingmenn sýni gott fordæmi í þeim efnum sem öðrum.

Þáttur Gunnars Arnar Örlygssonar er öllum kunnur, sem lesa blöð, og nægir að vísa til umfjöllunar Fréttablaðsins fimmtudaginn 14. ágúst síðast liðinn, birt á „vísir.is“ sama dag kl. 11:12. Þar kemur fram að hann afpláni nú sex mánaða fangelsisdóm sem hann hlaut fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Þá segir: „Þrír mánuðir dómsins eru óskilorðsbundnir og mun Gunnar sitja einn mánuð í fangelsi og tvo mánuði mun hann taka út í samfélagsþjónustu, að sögn Margrétar Sverrisdóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins. Gunnar hefur setið í fangelsi síðan á fimmtudag og mun afplánun dóms hans ljúka í nóvember, að sögn Margrétar Sverrisdóttur.“

Ekki er nú um sérstakan aðgang að trúnaðarskjölum að ræða, nema umsögn framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins í Fréttablaðinu teljist trúnaðarskjal. En væri þá ekki um trúnaðarbrot framkvæmdastjórans að ræða? Árni Johnsen er svo þekktur í tengslum við þjóðhátíðarupphlaupið og þjónkun fréttamiðla við Þjóðhátíðarnefndina, sem með skrípaleik sínum fékk mikla ókeypis auglýsingu, meðal annars á kostnað skattborgaranna í ríkisfjölmiðlunum, að ástæðulaust þótti að flíka nafni hans frekar, enda ekki lengur á Alþingi. Það er munurinn á honum og Gunnari Erni Örlygssyni, en hans bíður nú eins mánaðar dómur vegna hraðaksturs samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins síðasta sunnudag. Enginn var aðgangur að trúnaðarskjölum. Var þessa því ógetið. Ekki bætir hlut Gunnars, að alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, ættaður héðan að vestan, hafi hlotið dóm fyrir ölvunarakstur. Árna Ragnars, formanns sjávarútvegsnefndar, var getið vegna ummæla hans. Svo einfalt og auðskiljanlegt er þetta allt saman.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli