Frétt

| 22.11.2000 | 08:38„Er þetta hægt?“

Kristján L. Möller, alþingismaður.
Kristján L. Möller, alþingismaður.
„Margir á landsbyggðinni bundu miklar vonir við þær áætlanir ríkisstjórnarinnar að flytja eitthvað af verkefnum til fjarvinnslu út á land en ekkert hefur gerst. Fjarvinnslustöðvar hafa verið reistar víðs vegar á landinu, s.s. á Raufarhöfn, Stöðvarfirði, Ísafirði, Ólafsfirði og í Hrísey. Þessar stöðvar hafa engin fjarvinnsluverkefni fengið frá ríkisvaldinu þrátt fyrir fögur fyrirheit.“
Þetta segir Kristján L. Möller alþingismaður m.a. í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann heldur áfram:

„Einkafyrirtæki hafa hins vegar séð sér hag í því að flytja verkefni til landsbyggðarinnar. Dæmi um vel heppnuð fjarvinnsluverkefni er flutningur nokkurra starfa frá Kaupþingi til Siglufjarðar. Þar er starfsemi sem veitir 5-7 manns vinnu og gengur mjög vel. Forystumenn Kaupþings hafa lýst því yfir opinberlega að þetta hafi tekist vel og þeir séu mjög ánægðir með flutning á þessum fjarvinnslustörfum til Siglufjarðar.

Flutningur fjarvinnsluverkefna frá Kaupþingi til Siglufjarðar sýnir að þetta er hægt og þetta er auðvelt en vilji er allt sem þarf.

Ríkisstjórnin hefur ekki þann vilja og þess vegna gerist ekkert í þessum málum.

Ég verð að geta þess hér til að sýna mat ríkisstjórnarinnar á forgangsröðun verkefna að hana skortir hvorki vilja né 800 milljónir í peningum til að stofna sendiráð í Tokyo.

Ég spyr enn: Er þetta hægt?“

Kristján L. Möller skrifar einnig:

„Ógleymanlegur er fögnuður forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, þegar lögð var fram skýrsla Iðntæknistofnunar um möguleika á flutningi fjarvinnsluverkefna út á land.

Þetta var það sem öllu átti að bjarga í byggðamálum að mati forsætisráðherra.

Á Alþingi var nýlega rætt um flutning á fjarvinnsluverkefnum út á land og í þeirri umræðu var m.a. vitnað í fleyg ummæli Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, sem jafnframt er ráðherra byggðamála, er hún viðhafði eftir borgarafund sem hún sat á Ólafsfirði þann 6. mars sl. en þá sagði iðnaðarráðherra m.a. þetta:

„Í lok þessa mánaðar eða fyrir lok þessa mánaðar, þá trúi ég því, að það verði eitthvað að frétta“, þ.e.a.s. af flutningi fjarvinnsluverkefna til Ólafsfjarðar.

Þetta var 6. mars sl. og í Ólafsfirði er marsmánuður liðinn og nokkrir mánuðir í viðbót og ef til vill er þetta eini 2000 vandinn hjá okkur Íslendingum, þ.e. að tímaklukka og tímaskyn iðnaðarráðherra og jafnvel ríkisstjórnarinnar allrar hafi ruglast í marsmánuði sl. því enn er ekkert að frétta af þessum flutningi.“

– – –

„Rétt er einnig að vitna í ummæli forsætisráðherra á Alþingi 23. febrúar sl. um flutning tiltekinna verkefna til Ólafsfjarðar en þar sagði hann m.a.:

„Ég tel að þessi vinna, sem einkum hinir fjórir ráðuneytisstjórar hafa komið að, sé í góðum farvegi, þótt ég vilji ekki tímasetja á þessu augnabliki nákvæmlega hvenær starfsemin geti hafist, þá er vinnan komin vel af stað og ákvörðun af því tagi hefur því verið tekin.“

Spyrjið dómsmálaráðherra, sagði iðnaðarráðherrann!

Því miður, sagði dómsmálaráðherrann!

Í góðum farvegi, sagði forsætisráðherrann!“

bb.is | 27.09.16 | 09:37 Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli