Frétt

Leiðari 42. tbl. 2000 | 18.10.2000 | 15:20Sameining og sala ríkisbankanna

Fyrri hluta árs 1996 gerði einn af þáverandi bankastjórum Landsbankans sameiningu Landsbanka og Búnaðarbanka að umtalsefni á ársfundi bankans. Bankastjórinn, sem var hlynntur því að ríkisbönkunum yrði breytt í hlutafélög, taldi að með sameiningu mætti spara allt að einum milljarði króna á ári án þess að skerða þjónustu við viðskiptavini. Sala bankanna var ekki nefnd í þessu samhengi. Með hugmyndum sínum kom bankastjóri Landsbankans inn á stórpólitískt mál. Strax af fyrstu viðbrögðum, m.a. hjá þáverandi viðskiptaráðherra, sem hafði öðrum hnöppum að hneppa hvað Landsbankanum viðkom, var ljóst að bullandi ágreiningur var um málið meðal stjórnvalda og hagsmunaaðila. Enda fékk það hæga hvíld líkt og mörg önnur þjóðþrifamál, þar sem gæsla þröngra sérhagsmuna er tekin fram yfir almannahagsmuni.

Við aldarlok blása bankavindar á annan veg. Á tímabilinu var mikilvægum og fjársterkum sjóðum troðið undir einn hatt, nýjan banka, sérmerktan atvinnulífinu. Nýgræðingurinn síðan seldur. Og sýndist sitt hverjum hvernig að var staðið. Einlífi nýja bankans varði þó ekki lengi svo sem kunnugt er. Með nýjum viðskiptaráðherra og eftir háeffun ríkisbankanna, er sala þeirra ekki lengur ásteitingsefni heldur afráðin. Og það sem meira er, allt í einu hafa stjórnvöld komist að þeirri merkilegu niðurstöðu að heppilegt sé að sameina bankana fyrst og selja síðan. Þannig fáist sennilega meira verð fyrir þá heldur en sitt í hvoru lagi. Andstæðingar sameiningar segja að söluverðið skipti ekki öllu máli. Sameiningin muni hins vegar leiða til fákeppni á markaði og það sé andstætt hagmunum viðskiptavina bankanna. Því eigi að selja bankana sitt í hvoru lagi og sameining síðan að ráðast af markaðnum. Satt best að segja er röksemdafærsla af þessu tagi heldur léttvæg í samfélagi þar sameiningarátrúnaðurinn tröllríður öllu með það eitt að markmiði að koma öllum helstu þáttu atvinnulífsins á sem fæstar hendur. Ef það er ekki fákeppni og einokun þarf að skilgreina merkingu þeirra orða að nýju.

Nú er ljóst að betur hefði verið farið en heima setið fyrir fjórum árum. Um það tjóar ekki fást. Ekki frekar en um svo margt annað, sem ,,ekki var ætlunin að færi á þann veg sem það hefur þróast,“ svo vitnað sé til vinsællar afsökunar á afleiðingum ýmissa lagabálka sem samfélagið í heild hefur mátt líða fyrir. Nægir í því sambandi að nefna lögin um stjórn fiskveiða. Stjórnmálamenn mættu þó að skaðlausu minnast þess oftar en þeir gera að betra er seint í rassinn gripið en ekki.

Á vörum Vestfirðinga mun hins vegar brenna sú spurning næstu daga og vikur hvort Landsbankinn sé að yfirgefa Vestfirði hvað sem öllu sameiningarhjali líður?
sh.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli