Grein

Hörður Torfason.
Hörður Torfason.

Hörður Torfason | 13.11.2002 | 14:21Af þeim manni geturðu lært kurteisi

Það er greinilegt, Elias Guðmundsson, þegar ég les svargrein þína, að þú hefur gefið þér lítinn tíma til að hugsa og skrifa hana. Hún er galopin í allar áttir og full af ruglingslegri hugsun, þversögnum, kjánalegu orðagjálfri og vanþekkingu og því mjög auðveld til niðurrifs. Það má segja að þú étir eigin ælu. En ætlun mín er ekki að standa í orðaskaki við þig, því það er augljóst af grein þinni að þú gerir þér grein fyrir mistökum þínum og sýnir vilja til að betrumbæta ástandið í Finnabæ. Það var einmitt tilgangur greinar minnar og von mín þess vegna að þú standir við yfirlýsingu þína.
En ég vil koma því á framfæri hér, að þú komst hvergi nálægt tónleikum mínum á Suðureyri og aðild þín þar mér með öllu ókunn fyrr en eftir á, og aldrei fékk ég neinn reikning fyrir húsaleigu þar. Þú ættir að taka þá aðila sem að þeim tónleikum stóðu þér til fyrirmyndar. Þeir stóðu veglega að tónleikunum á allan hátt.

Kannski er ekki úr vegi að benda þér á mann sem þú getur haft sem fyrirmynd í starfi þínu. Það er kollegi þinn, Árni Ólafsson, en hann hefur verið milligöngumaður minn með tónleika á Vestfjörðum. Af þeim manni geturðu lært kurteisi, hlýhug, orðheldni og ábyrgð.

Starfsliði þínu, sem olli truflunum úr eldhúsinu, og þú flytur afsökunarbeiðni frá í greininni, er auðvitað fyrirgefið. Að þú skulir sleppa því að biðja mig afsökunar á dónskap þínum lýsir þér best. En ég get alveg lifa góðu lífi án þess.

Egilsstöðum, 12. nóvember 2002.

– Hörður Torfa.


Til baka - Prenta grein - Senda grein - Senda á Facebook

Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi