Frétt

bb.is | 31.07.2006 | 16:59Tekjur Vestfirðinga skv. álagningarskrá

Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. Læknar eru áberandi meðal tekjuhæstu Vestfirðinganna.
Heilbrigðisstofnunin Ísafjarðarbæ. Læknar eru áberandi meðal tekjuhæstu Vestfirðinganna.
Á dögunum kom út tekjublað Frjálsrar Verslunar þar sem tilteknar eru tekjur 2.400 Íslendinga. Tölunum er skipt upp eftir starfsgreinum og er mönnum m.a. skipt upp í forstjóra, listamenn, útgerðarmenn, starfsmenn fjármálafyrirtækja, lögfræðinga, lækna, sveitarstjórnarmenn og alþingismenn. Nokkuð er um Vestfirðinga í blaðinu, og eru læknar launahæstir og Guðmundur Sigurðsson, læknir á Hólmavík, þar hæstur með 1.630 þúsund krónur á mánuði og Fjölnir Freyr Guðmundsson, læknir á Ísafirði, þar skammt undan með 1.585 þúsund krónur á mánuði. Hæstur forstjóra er Einar Valur Kristjánsson, hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvör með 1.257 þúsund krónur á mánuði. Launahæsti þingmaður Norðvesturkjördæmis er Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, með 908 þúsund krónur, en rétt á eftir honum kemur Einar Kr. Guðfinnsson, Bolvíkingur og sjávarútvegsráðherra með 810 þúsund krónur.

Einungis tveir sveitarstjórnarmenn fara á blað hjá Frjálsri Verslun, sá launahæsti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, með 947 þúsund krónur á mánuði, og launalægsti sveitarstjórinn, Ásdís Leifsdóttir á Hólmavík, með 386 þúsund krónur á mánuði. Af útgerðarmönnum og sjómönnum er Ómar Guðbrandur Ellertsson, skipstjóri á Ísafirði, hæstur með 1.049 þúsund á mánuði. Næstur þar á eftir er Egill Jónsson, skipstjóri í Bolungarvík með 921 þúsund krónur á mánuði.

Tölurnar byggjast á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Í einhverjum tilvikum kann skattstjóri að hafa áætlað tekjur. Um er að ræða skattskyldar tekjur á árinu 2005 og þær þurfa ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Kærufrestur er ekki runninn út og skyldu menn því hafa í huga að þetta er ekki endanleg álagning.

Hér að neðan má sjá tekjur ýmissa Vestfirðinga eftir starfsgreinum.

Forstjórar

Einar Valur Kristjánsson, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru – 1.257 þús.
Kristján Haraldsson, orkubússtjóri OV – 962 þús.
Sigurður Viggósson, frkvstj. Odda, Patreksfirði – 631 þús
Jóhann Jónasson fv. framkvæmdastjóri 3X-Stál hf. – 628 þús.
Einar Jónatansson frvkst. Gnáar, Bolungarvík – 614 þús.
Hinrik Kristjánsson, frkvstj. Kambs – 430 þús.

Starfsmenn fjármálafyrirtækja

Ásgeir Sólbergsson, sparisjóðsstjóri Bolungarvík – 986 þús
Angantýr V. Jónasson, sparissjóðsstjóri SPVF – 850 þús.
Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri SPVF – 813 þús.
Hallgrímur Sigurjónsson, útibússtjóri Glitnis á Ísafirði – 756 þús.
Jensína Kristjánsdóttir, útibússtjóri SPVF á Patreksfirði – 492 þús.
Þorbjörg Magnúsdóttir, útibússtjóri KB-banka Hólmavík – 446 þús.

Ýmsir úr atvinnulífinu

Sigmundur B. Þorkelsson, fiskverkandi í Bolungarvík – 264 þús.

Næstráðendur og fleiri

Kristján G. Jóakimsson, framkvæmdastjóri HG – 735 þús.
Agnar Ebenezerson, framkvæmdaststjóri Bakkavíkur, Bolungarvík – 655 þús.
Skjöldur Pálmason, framleiðslustjóri Odda, Patreksfirði – 443 þús

Alþingismenn og ráðherrar

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra – 908 þús.
Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra – 810 þús.
Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra – 702 þús.
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra – 600 þús.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks – 551 þús.
Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks – 517 þús.
Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar – 497 þús.
Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingar – 483 þús.
Sigurjón Þórðarson, þingmaður frjálslyndra – 475 þús.
Jón Bjarnason, þingmaður VG – 450 þús.

Sveitarstjórnarmenn

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar – 947 þúsund kr.
Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík – 386 þús.

Læknar

Guðmundur Sigurðsson, læknir á Hólmavík – 1.630 þús.
Fjölnir Freyr Guðmundsson, læknir á Ísafirði – 1.585 þús.
Helgi Kristinn Sigmundsson, læknir á Ísafirði – 1.481 þús.
Þorsteinn Jóhannesson, skurðlæknir, yfirlæknir á Ísafirði – 1.252 þús.
Íris Sveinsdóttir, læknir í Bolungarvík – 1.173 þús.
Lýður Árnason, læknir á Flateyri – 891 þús.
Ólafur Sigmundsson, læknir á Ísafirði – 778 þús.
Hallgrímur Kjartansson, læknir á Ísafirði – 548 þús.

Sjómenn og útgerðarmenn

Ómar Guðbrandur Ellertsson, skipstjóri á Ísafirði – 1.049 þús.
Egill Jónsson, skipstjóri í Bolungarvík – 921 þús.
Skúli Arnbjörn Elíasson, Ísafirði – 796 þús.
Finnbjörn Elíasson, skipstjóri á Halla Eggerts ÍS – 764 þús.
Jón Árnason, skipstjóri Vestra á Patreksfirði – 754 þús.
Guðmundur A. Ingimarsson, útgerðarmaður á Suðureyri – 743 þús.
Gunnar A. Arnórsson, skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni – 659 þús.
Daði Guðmundsson, útgerðarmaður Völusteins í Bolungarvík – 616 þús.
Jónatan Ingi Ásgeirsson, skipstjóri á Andey ÍS – 429 þús.
Flosi Valgeir Jakobsson, útgerðarmaður Straums, Bolungarvík – 391 þús.
Kristinn R. Hermannsson, matsveinn á Júlíusi Geirmundssyni, Ísafirði – 349 þús.
Guðmundur V. Hallbjörnsson, útgerðarmaður á Suðureyri – 309 þús.

Aðrir

Jón Reynir Sigurvinsson, jarðfræðingur á Ísafirði, 721 þús.
Helgi Björnsson, söngvari og leikari – 683 þús.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugmaður á Ísafirði, 625 þús.
Agnes M. Sigurðardóttir – prófastur í Bolungarvík. – 568 þús.
Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði – 557 þús.
Sveinn Valgeirsson, prestur á Tálknafirði – 546 þús.
Reynir Traustason – fv. ritstjóri Mannlífs – 540 þús.
Tryggvi Guðmundsson, lögfræðingur á Ísafirði – 348 þús.

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli