Frétt

Stakkur 25. tbl. 2005 | 22.06.2005 | 15:55Kosningaréttur kvenna á Íslandi

Á sunnudaginn minntust Íslendingar þess að liðin voru 90 ár frá því konur hlutu kosningarétt á Íslandi. Það gerðist hinn 19. júní 1915 að konungur staðfesti lög sem veittu konum er náð höfðu 40 ára aldri rétt til að kjósa. Margt hefur gerst á þessum 90 árum, en flestum þykir þó sem jafnrétti kvenna á við karla sé ekki komið á. Engu að síður eru mörg merki þess að gengið hafi verið í rétta átt. Meirihluti námsmanna við íslenska háskóla eru konur og þær hafa haslað sér völl á flestum sviðum þjóðlífsins, þótt ekki sé það til jafns á við karlkynið á öllum vettvangi.

Óneitanlega var það mikilsverður áfangi 1980 að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Lýðveldisins Íslands. Þótt svo hefði verið, sem gerist í kosningum þeim er gera kröfu um einfaldan meirihluta, að hún hefði ekki hreinan meirihluta atkvæða að baki sér tókst henni að ná til þjóðarinnar allrar og vinna traust hennar og trúnað. Það var ekki aðeins að Vigdís yrði fyrsti lýðræðislega kjörni forseti úr hópi kvenna hér á jörð heldur varð hún fyrirmynd kvenna og efldi sjálfstraust þeirra, ekki síst uppvaxandi kynslóðar. Hún vakti athygli á Íslandi og íslenskri þjóð um heim allan.

Áfangarnir eru margir og verða ekki raktir hér, en Bríet Bjarnhéðinsdóttir var kosin alþingismaður 1922 og ruddi þar brautina. En langt er í land að jafnvægi kvenna verði náð á Alþingi. Vestfirðingurinn Auður Auðuns varð borgarstjóri, reyndar ásamt Geir Hallgrímssyni 1959, fyrst kvenna og síðar fyrsti ráðherrann úr þeirra hópi 1970. Vigdís á ættir að rekja til Vestfjarða, eins og nokkrir forseta lýðveldisins, en það er önnur saga. Síðar hefur gengið í jafnréttisátt og tvær konur til viðbótar hafa verið borgarstjórar í Reykjavík. Margar hafa orðið ráðherrar og forsetar Alþingis. Nægir að nefna Ragnhildi Helgadóttur, sem áður var ráðherra.

Konur hafa einnig gegnt embættum sendiherra og hæstaréttardómara og skipað þar forsæti. Í stuttu máli verða upptalningar fáar. En sennilega er lengst í land að ná jafnrétti í launamálum. Áfangi náðist með jafnræði varðandi fæðingarorlof, þótt sumum hafi þótt það snúast upp í andhverfu sína þegar hálaunakarlar hófu töku þess á kostnað skattgreiðenda.

Kjarni málsins er sá, að konur og karlar eiga að hafa þann sjálfsagða rétt að hæfileikar þeirra og dugnaður fái að njóta sín óháð kyni og þjóðfélagsstöðu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli