Frétt

kreml.is - Signý Sigurðardóttir | 08.03.2004 | 20:10Ríkið og þjóðin

Össur Skarphéðinsson skrifar grein í Fréttablaðið í vikunni undir fyrirsögninni „Tímabært að taka upp þjóðaratkvæðagreiðslu“. Þar færir hann rök fyrir því að það sé kominn tími til að þjóðin fái að taka afstöðu til ýmissa stórmála með því að greiða atkvæði um þau beint. Besta dæmið af þessu tagi telur hann vera deilurnar um stjórnun fiskveiða og segir m.a. „Fyrir löngu væri búið að kollvarpa kerfinu ef þjóðin hefði sjálf mátt taka ákvörðun í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu.“

Ég verð að játa að ég undrast mjög þennan málflutning og velti fyrir mér – hvað ætti þjóðin að fá að kjósa um í beinni þjóðaratkvæðagreiðslu? Með og á móti kvótakerfinu? Væntanlega væri ekki nægilegt að láta kjósa með og á móti, það yrðu væntanlega að vera einhverjir valmöguleikar um kerfi. Ef kvótakerfinu í núverandi mynd væri hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu hvaða kerfi ættu kjósendur að geta valið í staðinn? Ímyndar Össur sér að kerfi að fyrirmynd Samfylkingarinnar mundi koma vel út úr slíkri atkvæðagreiðslu?

Að mínum dómi er þetta dæmi Össurar eitthvað það versta sem hann hugsanlega gat nefnt um stórmál sem nauðsynlegt er að leggja í þjóðaratkvæði. Hvers vegna? Vegna þess ótrúlega óskýra málflutnings sem vaðið hefur uppi í umræðunni sem ekki er nokkur leið að festa hönd á. Hverju er þjóðin á móti nákvæmlega í þessu máli? Hverju er þjóðin meðmælt nákvæmlega í þessu máli?

Allar götur frá því 1991 hefur umræðan um kvótakerfið hér á landi verið uppfull af slagorðum og upphrópunum en ég hef enn ekki hitt neinn sem hefur komið fram með aðra og betri lausn sem allir geta orðið sammála um. Því get ég ekki séð hvernig hægt er að rökstyðja það að „fyrir löngu væri búið að kollvarpa kerfinu ef það hefði farið í þjóðaratkvæðagreiðslu“. Enn síður skil ég hvernig það að kollvarpa kvótakerfinu væri okkur landsmönnum öllum til hagsbóta. Ég tel raunar að meginástæða þess að Samfylkingin náði ekki meira fylgi en raunin varð í síðustu kosningum hafi fyrst og fremst mátt rekja til hugmynda þeirra um fiskveiðistjórnunina. Ég hef enn ekki hitt einn mann í viðskiptalífinu sem aðhyllst hefur stefnu þeirra í þessu máli og því síður hef ég hitt einhvern úr sjávarútvegi sem aðhyllist hana.

Annað mál sem að mínu mati er skylt umræðunni um kvótakerfið hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið en það er þjóðlendumálið. Það mál hefur lengst af farið lágt og ekki vakið mikla athygli fjölmiðla. Nú þegar það snýr að Reykvíkingum er annað uppi á teningnum og verður að játa að það er ekki laust við að hlakki nokkuð í okkur landsbyggðar-Reykvíkingunum !

Þetta mál er að mínu mati besta dæmið um það hvert villandi og óábyrg umræða getur leitt okkur og því ástæða til að vekja athygli á því. Þjóðlendumálið er besta dæmið um það hversu langur vegur er frá því að við séum tilbúin undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Grundvallarforsenda þess að eitthvert vit sé í þjóðaratkvæðagreiðslu um málefni hlýtur að vera að umræðan sé mjög vel upplýst og og skýr. Að kjósendur viti nákvæmlega hvaða kostir eru í stöðunni og hvað þeir eru að kjósa um. Í þessu máli hefur ruglandinn verið slíkur að með endemum er. Vonandi er hægt að koma í veg fyrir að þessi ruglandi í umræðunni komi til með að ná alla leið inn í stjórnarskrá eins og enn eru uppi hugmyndir um. En hvað á ég við með þessu? Hvaða ruglanda og villu er ég að tala um hér og hvað í ósköpunum eiga umræðan um kvótakerfið og þjóðlendumálið sameiginlegt?

Ég er að tala um hugtökin tvö sem eru fyrirsögn þessarar greinar – ríki annars vegar og þjóð hins vegar. Ég er að tala um að þessum tveimur hugtökum er ruglað saman og talað um þau eins um sé að ræða eitt og sama hugtakið. Sú hefur einmitt verið raunin í umræðunni um þessi tvö mál kvótakerfið og þjóðlendumálið.

Allar götur frá því að setningin um „sameign íslensku þjóðarinnar“ var sett inn í lögin um stjórn fiskveiða árið 1991 hefur umræðan um kvótakerfið hér á landi snúist meira og minna um hana „per se“. Morgunblaðið tók þessa setningu sérstaklega upp á sína arma og hóf harða baráttu gegn þessu óréttlæti þar sem nokkrum einstaklingum væri færð „sameign þjóðarinnar“ gefins. Meirihluti þjóðarinnar gleypti við áróðrinum og greinaskrif helltust yfir okkur þar sem allir töluðu um þessa „sameign þjóðarinnar“ sem hafði verið stolið frá okkur landsmönnum. Það er ekki að efa að þessi samsetning að þjóðin ætti einhverja eign saman sem verið væri að taka frá henni féll í frjóan jarðveg og í öllum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið hefur meirihluti landsmanna verið á móti kvótakerfinu. En hverju hefur þjóðin verið á móti?

Ég minnist þess ekki að hafa nokkru sinni heyrt eða séð tilraunir í þá veru að skilgreina þetta sérkennilega orðalag „sameign þjóðarinnar“ í umræðunni. Þingið er nú samt búið að því, það gerðu þeir með þjóðlendulögunum. Þar er skýrt kveðið á um að það sem „þjóðin á“ á íslenska ríkið og framkvæmdavaldið fer með eignarréttarheimildirnar. Útfærslu þessa höfum við nú séð með þjóðlendumálinu. Þar sem ríkið gengur miklu lengra í að sölsa undir sig eignir annarra en nokkur hefði getað ímyndað sér. Þannig virðist það nú gera kröfu um jarðir sem það var nýbúið að selja!

Þetta mál er að mínu viti borðleggjandi dæmi um vitlausa umræðu sem náði svo langt að verða að lögum á Alþingi. Með því að nota orðið „þjóð“ í samhengi með orðinu „eign“ og láta eins og íslenska þjóðin gæti átt eitthvað saman án þess að nefna ríkið nokkurn tíma opinberlega fóru þessi lög í gegn si svona. Það var engin ástæða til og er ekki enn til að tala um orðið “þjóð” í samhengi við orðið “eign” í lögum. Það er algjör óþarfi að villa um fyrir fólki með því að tala um “þjóðlendur” í stað þess að kalla hlutina réttum nöfnum. Íslenska ríkið er aðili að lögum það er íslenska þjóðin ekki, því getur íslenska þjóðin aldrei átt eitt eða neitt skv. lögum en það getur íslenska ríkið hins vegar. Þannig er skýrt tekið fram í þjóðlendulögunum að með þeim er íslenska ríkið að leggja hald sitt á land og auðlindindir sem ekki eru einkaeignarrétti. Útfærslan gengur raunar miklu lengra eins og við höfum þegar rekið okkur á þar sem íslenska ríkið krefst landssvæða þar sem eignarréttur annarra virðist skýr. Hvers lags vitleysa er það eiginlega? Er þessi hegðan ríkisins í þökk okkar landsmanna? Síðan hvenær hefur íslenska ríkinu verið betur treystandi en öðrum til að eiga eignir? Ég veit ekki betur en flest það sem ríkið hefur átt hafi skorið sig úr fyrir að grotna niður. Eða hvað með húseignir ríkisins í Reykjavík sem dæmi? Eða Þingvelli?

Ég geri þær kröfur til Alþingismanna að þeir tali skýrt svo ég geti tekið afstöðu um það sem til umræðu er. Það hafa þeir því miður ekki gert í kvótamálinu og ekki heldur í þjóðlendumálinu. Því frábið ég mér þjóðaratkvæðagreiðslur um þau mál. Ef Össur Skarphéðinsson vill þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnun fiskveiða þá verður hann að segja mér hvað hann vill að ég kjósi um.

Signý Sigurðardóttir.

kreml.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli