Frétt

| 17.01.2001 | 17:43Atvinnufrelsi eða höft?

Í síðustu viku var fjallað nokkuð um þau efni, sem margir Vestfirðingar telja ógna sér og áframhaldandi búsetu í fjórðungnum. Að því var vikið, að margir óttast að ríkisstjórn og Alþingi hafi lítinn áhuga á framhaldi byggðar á Vestfjörðum. Öðrum stendur stuggur af aðgerðaleysi að viðbættu getuleysi sveitarstjórna. Fátt vekur íbúum bjartsýni, því miður. Byggðastofnun telur að Vestfirðingar geti búið eitt og annað til. En það er ekki nóg. Þörf er stefnu, sem heimamenn, undir forystu lýðræðislega kjörinna fulltrúa, Alþingi og ríkisstjórn móta. Verði slík stefna mótuð kemur þá ef til vill í ljós, að áhugi stjórnvalda á því að stuðla að því með aðgerðum af sinni hálfu, og framlagi peninga í leiðinni, sé lítill eða enginn?

Því verður ekki trúað að óreyndu. Ferðaþjónusta er ótvírætt sá þáttur atvinnustarfsemi á Íslandi og í heiminum öllum sem vex hraðast og virðist eiga sér ótrúlega möguleika til framhaldandi grósku. En þeir sem haft hafa tök á því að krækja sér í tugi eða hundruð milljóna með aðstoð kvótakerfisins úr sjónum við Vestfirði hafa sjáanlega ekki hug á því að fjárfesta hér innan fjórðungs. Kvótakerfið er eins og stríðsgróðinn fyrir miðja síðustu öld, sem gerði suma, reyndar fremur fáa, ríka, en marga örlítið betur stæða en fyrr. Almennt hafa Vestfirðingar notið minnstu og rýrustu ávaxtanna af stjórnun fiskveiða við Ísland síðasta einn og hálfan áratuginn á Íslandi. Stjórnmálamenn segja þó margir, þar með talinn sjávarútvegsráðherra, að kvótakerfið hafi aukið afraksturinn af auðlindinni. Gott og vel. En allir segja ráðherrarnir að auðlindin sé sameign þjóðarinnar. Sumir eiga hana meira en aðrir.

Hafi velmegun Íslendinga í heild aukist fyrir tilstilli kvótakerfisins, er þá ekki komið til þess að Vestfirðingar fái sinn skerf? Svo virðist ekki vera. Vestfirðingar eru ekki annars flokks Íslendingar. Þeir hafa meiri hluta síðustu aldar skilað drjúgt í þjóðarbúið, en virðast nú í upphafi nýrrar aldar vera gleymdir ráðamönnum þjóðarinnar, nema á einstökum hátíðarstundum. Í lífinu gengur á ýmsu og svo var háttað um Vestfirðinga á síðustu öld. En þá varð það oftar en ekki til bjargar að þeir höfðu frelsi til að stunda þá atvinnu sem gafst þeim vel og þeir kunnu. Nú eru þeim flestar bjargir bannaðar í þeim efnum. Nánast allur fiskur er settur undir kvóta. Helsta óttaefni margra útgerðarmanna smábátanna er nú, að ýsan falli inn í kvótakerfið og grundvöllur trilluútgerðar sé þar með brostinn. Fáum Vestfirðingum finnst frelsi til atvinnurekstrar blasa við. Tækifærin eru önnur hér en þar sem fólk getur lifað af því að selja hvert öðru innfluttan varning, sem Seðlabankinn telur komið nóg af í bili. Meðan kjötsölumál eru í uppnámi í Evrópu og reyndar um heim allan, er kvóti í sauðfjárrækt á Vestfjörðum, sem þó eru ekki ofbeittir. Notkun Vestfjarða er að komast undir kvóta að öllu leyti.

Kannski eru kirkjugarðurinn og flóttinn einir kvótalausir.

bb.is | 30.09.16 | 13:49 14,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með frétt Fjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli