Frétt

bb.is | 11.04.2003 | 15:01Stefnt að útibingói í fyrsta sinn hérlendis á Ísafirði um páska

Úlfar S. Ágústsson og Jóhann Ólafson hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.
Úlfar S. Ágústsson og Jóhann Ólafson hjá Björgunarfélagi Ísafjarðar.
Til stendur að spila nokkurra daga útibingó á Ísafirði um páskana. Upphafsmaðurinn er Úlfar Ágústsson í Hamraborg sem fann upp á þessu fólki til skemmtunar og heilsubótar en Björgunarfélag Ísafjarðar mun reka bingóið í fjáröflunarskyni. Enn á eftir að ganga frá formsatriðum svo að leyfi fyrir bingóhaldinu sé í höfn. „Þetta hefur ekki hefur verið gert á Íslandi áður“, segir Úlfar. „Í stað þess að sitja í lokuðum sal með mann uppi á palli kaupir fólk sér spjöld og leggur upp í ferð um nágrennið þegar því hentar og finnur tölurnar.“ Bingói þessu kynntist Úlfar úti á Spáni í vetur en það er upprunnið í Linköping í Svíþjóð, vinabæ Ísafjarðarbæjar. Þangað sótti Úlfar það í eigin persónu á leið sinni heim frá Spáni fyrir stuttu.
„Mér fannst afskaplega sniðugt að kaupa spjald og fara með það í göngutúr með vinum mínum um nágrennið, stoppa á nokkrum stöðum og merkja við ef ég var með sömu tölur og héngu uppi í tré eða einhvers staðar í glugga. Þegar ferðinni lýkur er komið í ljós hvort þú hefur fengið bingó eða ekki. Brottfluttur Ísfirðingur, Haukur Ingason, bróðir Ernis í bankanum og Reynis heitins, sem var úti á Spáni í vetur og fyrravetur eins og ég, bauð mér með að taka þátt í svona trimmbingói, eins og það er kallað þar“, segir Úlfar.

„Þetta er sænskt bingókerfi og Haukur kom mér í samband við þá aðila sem selja þetta út til Spánar. Svo skemmtilega vill til að þeir eru með aðsetur í Linköping, vinabæ Ísafjarðarbæjar í Svíþjóð. Mér datt í hug útvega þetta til að lyfta svolítið undir mannlífið á Ísafirði kringum páskana. Þegar ég fór að athuga með leyfi fyrir slíku, þá kom í ljós að hlutafélög á borð við Hamraborg fá ekki að halda bingó, heldur einungis frjáls félagasamtök. Að athuguðu máli ákváðum við þess vegna að bjóða Björgunarfélagi Ísafjarðar að taka þetta að sér. Það varð að ráði og félagið mun sjá um þetta og fá þann arð sem af því kann að verða. Enn er eftir að ganga frá formsatriðum gagnvart yfirvöldum til að leyfið sé í höfn.“

Úlfar hafði upphaflega hugsað sér að koma heim frá Spáni með flutningaskipinu Ludvig Andersen. Skip þetta er góður kunningi Ísfirðinga og jafnan í förum með fryst saltfiskflök frá Ísafirði til Spánar og Portúgals. Hins vegar þurfti skipið að taka viðgerðarmenn um borð þegar Úlfar hugðist fara með svo ekki var pláss fyrir hann. Hann vatt því kvæði sínu í kross og fór með Ljósafossi til Tromsö í Norður-Noregi og hafði bílinn með og kom honum þar í annað skip til Íslands.

Úr því að Úlfar var á annað borð kominn til Skandinavíu ákvað hann að fara til Linköping og ganga frá bingómálunum í eigin persónu. Frá Tromsö fór hann með rútu til Narvik og síðan með járnbrautarlest um Norbotten í Svíþjóð og þaðan suður til Stokkhólms og áfram til Linköping, vinabæjar Ísfirðinga. „Einhver mesta ævintýraferð sem ég hef farið á ævinni“, segir hann. „Þegar ég kom til Linköping fékk ég að sjá öll þessi ólíku bingókerfi sem þar eru í boði. Þarna er þetta mikill iðnaður og bingókerfin margvísleg. Þar keypti ég kassa fyrir þetta bingó og kom með hann heim.“

Úlfar segir að útibingóið á Ísafirði muni væntanlega standa í tvo eða þrjá daga. „Fólk getur komið hvenær sem er á þeim tíma og keypt spjald eða spjöld og farið af stað þegar hentar. Hægt verður að velja um þrjár ólíkar leiðir. Í fyrsta lagi hringferð um eyrina á Ísafirði, í öðru lagi Barðastrandarhringinn*) í botni Skutulsfjarðar og væntanlega í þriðja lagi uppi á gönguskíðasvæði. Þetta er hægt að fara einn eða með fjölskyldu og vinum, gangandi, á bíl eða á skíðum eða hvernig sem er. Þetta er alveg rosalega gaman“, segir Úlfar Snæfjörð Ágústsson.

Ekki er leyfilegt að hafa peningavinninga í bingói hérlendis þannig að vinningarnir verða vöruúttektir. Fyrsti vinningurinn verður úttekt fyrir 30 þúsund krónur, annar vinningur úttekt fyrir 15 þúsund og verða tveir slíkir, og síðan verða tuttugu vinningar með úttekt upp á 1.500 krónur. Hvert bingóspjald mun kosta 250 krónur. Ef þetta lukkast vel, þá er líklegt að Björgunarfélag Ísafjarðar efni með einhverjum hætti til fleiri bingóleikja af þessu tagi í sumar.

*) Síðustu árin hefur strandlengjan frá Hafrafelli og inn undir Langá verið nefnd Barðaströnd í gamansömum tón, kennd við núverandi húsbónda á Hafrafelli. Ströndin handan vogsins er hins vegar nefnd Höfðaströnd og kennd við Höfða sem þar stendur við sjóinn skammt neðan við Kirkjubæ. Hringurinn um „Barðaströnd“ og „Höfðaströnd“ og um veginn sem lagður var yfir Skutulsfjörð rétt innan við flugvöllinn á sínum tíma er mjög vinsæll til gönguferða.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli