Frétt

bb.is | 18.06.2002 | 17:28Reykjanesskóli við Djúp: Er ríkið að selja fasteignir sem það á ekki?

Reykjanes við Ísafjarðardjúp.
Reykjanes við Ísafjarðardjúp.
Eins og sjá má í frétt hér á vefnum í dag, og reyndar í fjölmörgum fréttum undanfarin ár, hefur ríkið lengi reynt að selja húseignirnar í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Ágreiningur er þó uppi um hvort húsin séu öll í eigu ríkisins, því Súðvíkingar og Hólmvíkingar hafa lengi viljað meina að hluti eignanna tilheyri hreppunum tveimur. Þar er um að ræða húsnæði barnaskólans, heimavistaraðstöðu þar og íbúð skólastjóra, ásamt sundlaug og íþróttahúsi. Forsaga málsins er afar löng og flókin og nær í raun aftur til ársins 1934 þegar Reykjarfjarðarhreppur og Nauteyrarhreppur stofnuðu til skólahalds í Reykjanesi.
Þremur árum síðar gengu Norður-Ísafjarðarsýsla og Ísafjarðarkaupstaður í félag með hreppunum tveimur um stofnun skóla í Reykjanesi samkvæmt lögum um héraðsskóla. Tveimur árum síðar afsöluðu allir aðilar eignum skólans til sjálfseignarstofnunar Héraðsskólans í Reykjanesi. Í þeirri afsalsyfirlýsingu, sem þinglýst var 6. febrúar 1940, var ákvæði um að hætti skólinn störfum skyldu framlög stofnenda eða tilsvarandi verðmæti falla til þeirra aftur.

Árið 1962 óskaði sýslunefnd Norður-Ísafjarðarsýslu, sem hafði allt skólahald á sinni könnu á þeim tíma, eftir því að vera laus við frekari stofnkostnað og rekstrarkostnað vegna héraðsskólans í Reykjanesi og afsalaði sér þar með eignunum til ríkisins.

Ýmsir telja aftur á móti að þetta afsal nái eingöngu til héraðsskólans og geti ekki náð til húsnæðis barnaskólans, þar sem sýslunefndin hafi ekki haft neitt umboð frá hreppsnefndum Reykjarfjarðarhrepps og Nauteyrarhrepps til slíks gjörnings. Barnaskólinn hafi þannig verið rekinn áfram á vegum hreppanna tveggja og eftir sameiningu sveitarfélaga árið 1994 á vegum Súðavíkurhrepps og Hólmavíkurhrepps. Þannig hafi hrepparnir tveir lagt um fjórar milljónir króna í viðhald hússins eftir árið 1995.

Í greinargerð sem Engilbert Ingvarsson og Sigmundur Sigmundsson, fyrrum sveitarstjórar Snæfjallahrepps og Reykjarfjarðarhrepps, hafa tekið saman um þetta mál, segir meðal annars:

„Ekki var kunnugt um þann skilning embættismanna í menntamálaráðuneytinu að allar skólabyggingar í Reykjanesi tilheyrðu héraðsskólanum og væru alfarið ríkiseign, þvert á móti hafði barnaskólanefndin og hrepparnir haft með barnaskólahúsið að gera sem sína eign og ekkert komið fram um annan skilning í ráðuneytinu fyrr en ríkið fer með þessar byggingar í sölumeðferð og hefur reynt að selja þær fyrir lítið verð en ekki tekist. [?] Að öllu framansögðu virðist eðlilegt að gengið sé frá eignarhaldi Súðavíkurhrepps og Hólmavíkurhrepps á barnaskólahúsinu að meðtöldum íþróttasal og þessi sveitarfélög geti fénýtt þessar eignir sínar að vild.“

Friðgerður Baldvinsdóttir, sveitarstjóri í Súðavík, segist hafa staðið í þeirri meiningu þangað til nú í haust að hrepparnir ættu barnaskólahúsið í Reykjanesi. „Það var ekki fyrr en farið var að þreifa á sölu að í ljós kom að ríkið var að reyna að selja öll húsin. Við vorum skiljanlega ekki sátt við það og lögðum fram greinargerðina sem sveitarstjórarnir fyrrverandi unnu. Að auki áttum við fund með menntamálaráðherra þann 21. maí, þar sem hann sagðist myndu skoða okkar rök. Þegar svar barst þess efnis að ekki yrði fallist á okkar rök, fengum við einn dag til að andmæla. Við skrifuðum bréf þar sem við óskuðum eftir að fá að framlengja frestinn um fjórtán daga, en ekki var orðið við því“, segir Friðgerður.

Forsvarsmenn Súðavíkurhrepps eru nú að skoða málið með lögfræðingi og ákveða síðan hvert framhaldið verður.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli