Galleri Úthverfa: Kirsty Palmer – Vellir

Laugardaginn 28. október kl. 16 verður opnuð sýning á verkum Kirsty Palmer í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið FIELDS // VELLIR og stendur til sunnudagsins 26. nóvember.  Listakonan dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland og verður viðstödd opnun sýningarinnar.  


FIELDS er nýtt tví- og þrívíddarverk sem þróað er fyrir Gallerí Úthverfu. Það er afrakstur nýlegra gestavinnustofudvalar hjá ArtsIceland (2022) og Skaftfell Center for Visual Art (2020). Með rætur í samspili við efni, stað og ferli, fjallar verk Kirsty Palmer um hugmyndir um landslag, fornleifafræði og efnisleika, sem oft leiðir til verkefna sem eru staðbundin eða tímabundin í eðli sínu.

FIELDS dregur saman röð mynda og þrívíðra hluta sem draka athyglina að hinu örsmáa og því stóra, hinu nálæga og því fjarlæga.  Með því að vísa í víðtækari ferli, þar á meðal jarðfræði, gönguferðir og kortlagningar, inniheldur sýningarverkefnið FIELDS hugmyndir um landslag, landsvæði og landslag sem minningarstaði. Horft er til jarðfræðilegs (og manngerðs) efnis – oft á smáum skala – sem merki um mun stærri fyrirbæri, langtímaferli eða atburði. Lögð er til grundvallar mun víðtækari hugmynd um undirstöður og umbreytandi atburði sem enduróma sviftingar í okkar eigin (mannlegu) grunnundirstöðum.

FIELDS inniheldur nýtt prentverk; tvíhliða breiðblað – upplag = 100.

FIELDS er styrkt af Creative Scotland Open Project.

Kirsty Palmer útskrifaðist úr MFA-námi við The Glasgow School of Art árið 2014 og áður með BA (Hons) árið 2010. Frá árinu 2016 hefur hún unnið jöfnum höndum í heimalandi sínu Skotlandi og á Íslandi.

Hún hefur dvalið sem gestalistamaður hjá ArtsIceland á Ísafirði, Skaftfelli myndlistarmiðstöð (Seyðisfirði), SÍM (Reykjavík) og Fish Factory (Stöðvarfirði).

Meðal nýlegra sýninga eru Terrain, Patriothall Gallery, Edinborg (2023); QUARRY, South Block, Glasgow (2021); Matter / Efni, Skaftfell, Seyðisfjörður (2020); LENDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/ Af fjalli, Bræðraborg, Ísafirði (2018).

Terrain.

DEILA