Ísafjarðarbær: 42 flóttamenn í árslok 2023

Írakstir flóttamenn á ísafirði sem komu 2022. Mynd: RUV.

Í lok árs 2023 voru 42 flóttamenn í þjónustu velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar og voru þeir á Ísafirði, í Súðavík og á Suðureyri, en samningur við ríkið kveður á um 40 flóttamenn í samræmdri móttöku. Sveitarfélagið fær greitt með skráðum fjölda í þjónustu, þrátt fyrir tilgreindan fjölda í samningi.

Í þessum hópi nýrra íbúa eru tveir sem ekki hafa fengið atvinnu, tveir sem fá þjónustu vegna fötlunar og einn eftirlaunaþegi. Tryggingastofnun ríkisins greiðir flóttamönnum hvorki elli- né örorkulífeyri og því eru þessir einstaklingar í þessari stöðu einungis með rétt til fjárhagsaðstoðar frá sveitarfélaginu þar til réttur hefur skapast hjá TR.

Í samningi um samræmda móttöku flóttamanna er gert ráð fyrir að sérstök þjónustuáætlun sé gerð fyrir alla flóttamenn. Í skýrslu með ársreikningi Ísafjarðarbæjar fyrir 2023 kemur fram að það hefur skapað verulega aukna vinnu við málaflokkinn. Tvö stöðugildi eru skilgreind á almenna félagsþjónustu.

DEILA