Tvær heimildarmyndir Einars Þórs Gunnlaugssonar sýndar á RUV

Heimildarmyndirnar “Korter yfir sjö” frá 2021 og “Endurgjöf” frá 2023, verða á dagskrá RUV 1. maí nk, en “Korter yfir sjö” er endursýnd frá 1. maí 2023, kl. 15.15. “Endurgjöf” er sýnd strax að loknum fréttum en myndirnar báðar telja alls 180 mín. í útsendingu og segja frá stéttarátökum á sl öld frá stofnun lýðveldisins.

“Korter yfir sjö” segir frá verkfallinu mikla 1955, aðdraganda þess og eftirmála, en í “Endurgjöf” er kennaraverkfallið 1995 í brennidepli. Þar er einnig sagt frá verkföllum kennara frá 1977 til aldamóta, aðdraganda verkfalls þeirra 1995 og umdeildri Þjóðarsátt. 

Uppbygging myndanna er ólík upp að vissu marki sem og efnistök, þar sem frásögnin í “Endurgjöf” byggir nokkuð á fréttatengdu sjónvarpsefni og rekur sögu fjölda verkfalla sem tengjast innbyrðis, m.a. verkfalli BSRB 1984. Þá er rakin þróun stjórnmála og upphaf internetnotkunar á Íslandi á 9. og 10. áratugum síðustu aldar og áhrif þess á skólastarf. 

Heimildarmyndirnar eru framleiddar af Passport Miðlun í leikstjórn Önfirðingsins Einars Þór Gunnlaugssonar frá Hvilft og tóku um 3 ár í framleiðslu, frá lok árs 2020 til 2023.

Helstu bakhjarlar eru Kvikmyndamiðstöð Íslands, ASÍ og Efling, en einnig lagði BSRB og VR verkefnunum lið auka smærri styrktaraðila.

Viðmælendur í “Endurgjöf” eru Elna Katrín Jónsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Eiríkur Jónsson og  Ólafur Ragnar Grímsson, einnig Karen Rúnarsdóttir og Óli Gneisti Sóleyjarson, frv nemar úr grunn- og framhaldskóla frá 1995. Heimasíða fyrir “Endurgjöf” er https://passportpictures.is/feedback/

Einar Þór Gunnlaugsson leikstjóri.

DEILA