Ferðafélag Ísfirðinga: Súðavík – Sauradalur – Arnardalur 2 skór

Sunnudaginn 18. júní

Fararstjóri: Barði Ingibjartsson

Mæting kl. 9 við Bónus og 9.40 við bensínstöðina í Súðavík

Gangan byrjar í Súðavík og þaðan er gengið upp Sauradal og upp á Skák í um 450 m hæð. Þaðan er svo gengið niður í Arnardal.

Gönguforingi verður Barði Ingibjartsson sem af alkunnri ratvísi mun leiða hópinn. Hann hefur áreiðanlega frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu að segja úr mannlífi og sögu dalanna.

Gangan byrjar í Súðavíkurhreppi en endar í Ísafjarðarbæ. Fátítt í gönguferðum félagins að gengið er úr einu sveitarfélagi yfir í annað á miðri göngu. Þá má einnig benda á það að þetta verður í annað skipti í röð sem að tengdasonur Dýrafjarðar stýrir göngu á vegum félagsins.

Vegalengd um 11 km, áætlaður göngutími 5 – 6 klst., hækkun upp í um 450 m.

Láttu sjá þig í þessari spennandi göngu sem býður upp á skemmtilegan og fróðan leiðsögumann, frábæra ferðafélaga, frískandi gönguferð og síðast en ekki síst fullt af sögum af mönnum og málefnum.  Gangan er ekki of krefjandi fyrir vant göngufólk.

Vakin er athygli á því að gangan er á sunnudegi en ekki laugardegi eins og títt er um göngur á vegum félagsins.

Nefndin (þessi sama og síðast)

Myndin er tekin niður Sauradalinn og hin kyngimagnaða Snæfjallaströnd blasir við í fjarska.

DEILA