Ferocious Glitter II í Galleri Úthverfu

Opnuð hafur verið sýning Einars Þorsteins arkitekts í Gallerí Úthverfu á Ísafirði.  Sýningin verður opin í sumar fimmtudaga – laugardaga kl. 16 – 18 og eftir samkomulagi.

Sýningin nefnist FEROCIOUS GLITTER II og er röð stuttra sýninga.  Sýningarröðin er áframhald sýninga sem fram fóru sumarið 2019. Listamennirnir sem valdir eru til þáttöku eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.

Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markmið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.

Sýning Einars Þorsteins er sjötta sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter og sú fyrsta í þessum seinni hluta raðarinnar. Á sýningunni eru teikningar, líkan og myndir af byggingum Einars Þorsteins og videóspjall Trausta Valssonar við arkitektinn. Á sýningunni eru myndir og tekning af kúluhúsi Ásthildar Þórðardóttur og Elíasar Skaftasonar við Seljalandsveg 100 á Ísafirði. Flestir munirnir á sýningunni eru fengnir að láni hjá Hönnunarsafni Íslands og gefa innsýn í fræðilega hugsun að baki hússins við Seljalandsveg.

Einar Þorsteinn Ásgeirsson (1942-2015) arkitekt var frumkvöðull í notkun fjölliða geometrískra mannvirkja,
undir áhrifum frá mönnum eins og Buckminster Fuller og Frei Otto, sem hann vann hjá á árunum 1969-1972. Hann vann líka náið með listamanninum Ólafi Elíassyni að ýmsum verkefnum og með Guillermo Trotti að hönnun hreyfanlegra tunglrannsóknarstöðva fyrir Nasa.

Áhugi hans á dómlaga byggingum varð til þess að hann teiknaði og byggði mörg hús á Íslandi þar sem notast var við þessa aðferð. Árið 1986 teiknaði hann heimili Ásthildar Þórðardóttur og Elíasar Skaftasonar við Seljalandsveg á Ísafirði þar sem hálft húsið er hannað sem villtur innanhússgaður. Á sýningunni eru ljósmyndir af því húsi auk, vídeóviðtals og muna (teikinga og models) sem fengnir eru að láni frá Hönnunarsafni Íslands og varpa ljósi á fræðilegan bakgrunn hússins á Ísafirði.

Plaköt og þrívíddarmódel eru til sölu í Úthverfu listaverkabókabúð.

Ferocious Glitter II er styrkt af Myndlistarsjóði.

Einar Þortseinn hannaði þetta hús á Ísafirði.