Myndlistarsýning óður til Ísafjarðar

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson opnaði á laugardaginn sýningu í Gallerí Úthverfu.

Nefnir hann sýningu sína óður til Ísafjarðar og eru verkin málverk og vídeó af per´sonum úr bæjarlífu og sögu Ísafjarðar. Snorri  dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði í tvær vikur í aðdraganda sýningarinnar og er sýningin innblásin af hughrifum og upplifun sem hann varð fyrir á þeim tíma. Um er að ræða sölusýningu og verður hún opin til 26. maí 2019.

Tveir þekktir Ísfirðingar, Ásgeir Guðbjartsson og Kolbrún Sverrisdóttir.