Fjölmenni á tónleikum á Þingeyri

Mikill fjöldi var á tónleikunum Í garðinum hjá Lára á Þingeyri í gær. Það var hljómsveitin vinsæla Baggalútur sem þar kom fram og dró svo sannarlega að sér fjölmenni eins og myndir Davíðs Davíðssonar bera með sér.

Í garðinum hjá Láru er röð tónleika á Þingeyri sem hófst í júní. Frítt er inn á viðburðina. Verkefnið Öll vötn til Dýrafjarðar , sem er frumkvæðissjóður sem veitir verkefnastyrki í umboði Byggðastofnunar til nýsköpunar- og samfélagsverkefna á Þingeyri og við Dýrafjörð, veitti 900.000 kr styrk til Láru Dagbjartar Halldórsdóttur.

Á næstu tónleikum sem verða 11.júlí og 16. júlí koma fram Góss og Moses Hightower.