Miðvikudagur 14. maí 2025
Heim Blogg Síða 2149

Sigga ljósa

Mynd: Björgunarsveitin Björg

Björgunarsveitin Björg á Suðureyri vígði nýja björgunbát sveitarinnar á laugardaginn og gaf honum nafn við hátíðlega athöfn. Báturinn fékk nafnið Sigga Ljósa í höfuð Sigríðar Jónsdóttur ljósmóður.

Á facebooksíðu Bjargar kemur fram að Sigríður Jónsdóttir, Sigga Ljósa eins og húna var kölluð fæddist 7. október 1889 að Stað í Grunnavík. Hún lauk ljósmæðraprófi 1929 fertug að aldri og var eldri en gengur og gerist með nýútskrifaðar ljósmæður. Sama ár fluttist hún til Suðureyrar ásamt manni sínum, Ásgeiri Jónssyni vélstjóra frá Ísafirði. Með þeim fluttu fjögur börn Ásgeirs, en Sigríður ól aldrei börn.

Sigríður fór oft að vitja sængurkvenna þegar veður voru slæm og aðstæður erfiðar. Í bókinni Íslenskar ljósmæður sem kom út árið 1964 talar hún um að hafa farið fyrir Gölt að vetri til eftir að það var róið með hana yfir fjörð og gekk hún svo fjöruna og þurfti að sæta lagi í briminu. Í annarri ferð á leið til Galtarvita að taka á móti barni lenti hún í skriðuföllum en sakaði ekki. Það gekk því á ýmsu í hennar starfi.

Í Súgfirðingarbók segir Guðsteinn Þengilsson um Sigríði ,,Ég á mikið að þakka samstarf hinnar öldnu og reyndu ljósmóður Súgfirðinga, Sigríði Jónsdóttur. Henni fylgdi slík gæfa, að aldrei hlekktist neitt verulega á við fæðingar, sem hún var nærri. Sú rósemi sem hún ávalt sýndi í verkaði sérstaklega vel, bæði á lækni og sængurkonu. Á henni sást aldrei fum eða fát, heldur vann hún ákveðið og með því öryggi sem aðeins fæst af langri reynslu“

Sigríður var ljósmóðir Súgfirðinga í 34 ár og á þeim tíma tók hún á móti næstum 400 börnum og tók meðal annars á móti börnum barna sem hún hefði tekið á móti. Súgfirskar konur héldu mikið upp á Sigríði og færðu henni gjafir á 25 ára starfsafmæli hennar og einnig á sjötugsafmæli hennar.

Hús það sem hún bjó lengst í, í þorpinu er jafnan nefnt Ljósukot en Sigríður lést 1970

Báturinn „Sigga Ljósa“ er af gerðinni Atlantic 75 og kemur frá Breska sjóbjörgunarfélaginu RNLI. Með tilkomu þessa báts er nú búið að þétta net sjóbjörgunarbáta á norðanverðum Vestfjörðum svo að sómi er að. Báturinn er 7,5 m á lengd, 2,64 á breidd og búinn tveimur 90hp mótorum og gengur ca34 mílur við bestu aðstæður.

bryndis@bb.is

Auglýsing

9,8 milljarða halli í október

Útflutningsverðmæti sjávarafurða hefur lækkað um tæplega fimmtung.

Sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um fyr­ir októ­ber 2017 nam verðmæti vöru­út­flutn­ings 49,7 millj­örðum króna og verðmæti vöru­inn­flutn­ings 59,6 millj­örðum króna. Vöru­viðskipt­in í októ­ber voru því óhag­stæð um 9,8 millj­arða króna. Hag­stof­an birti þess­ar töl­ur í dag.

Fyrstu níu mánuði ársins var 136 milljarða króna halli á vöru­viðskipt­um við út­lönd sem gerir 46,1 milljarð króna meiri halla en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 54,7 prósent alls útflutnings og var verðmæti þeirra 0,5 prósent lægra en á sama tíma árið áður. Útflutningur á lyfjum og lækningatækjum dróst saman en útflutningur á áli jókst. Sjávarafurðir voru prósent alls vöruútflutnings og var verðmæti þeirra 18,5 prósent lægra en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur var í útflutningi á frystum flökum og ferskum fiski.

smari@bb.is

Auglýsing

Hæglætisveður í dag

Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s í dag en 8-15 m/s við suðausturströndina. Víða bjartviðri en rigning á láglendi sunnan- og austantil og styttir upp þar með deginum. Suðvestan 5-13 í kvöld og skúrir eða slydduél suðvestanlands en léttskýjað á Norðausturlandi. Á morgun er spáð norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum en hægari og austlægari annarsstaðar norðantil og víða snjókoma inn til landsins. En vestlæg átt og mildara veður með rigningu á köflum sunnanlands.

Það stefnir í að norðlægar áttir verði ríkjandi fram á laugardag með fremur svölu veðri og éljum eða snjókomu fyrir norðan en úrkomuminna sunnanlands.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á vegum.

smari@bb.is

Auglýsing

Menntskælingar fengu fræðslu um umferðaröryggi

Í síðustu viku héldu tveir liðsmenn lögreglunnar á Vestfjörðum, þeir Haukur Árni Hermannsson og Þórir Guðmundsson, fyrirlestur fyrir hluta nemenda í Menntaskólanum á Ísafirði. Fyrirlesturinn var fluttur innan lífsleiknikennslunnar sem fram fer í skólanum.

Þeir félagar fóru yfir mikilvæg atriði er varða umferðaröryggi, ekki síst þeirra sem teljast ungir og lítt reyndir ökumenn. Meðal þess sem komið var inn á í fyrirlestrinum voru ýmsar truflandi athafnir s.s. notkun snjallsíma við akstur, ástand ökumanna og fl. sem rekja má mörg slys til. Það er ekki af tilefnislausu að þessi mál voru rædd við menntskælinga. Í nýlegri rannsókn Sjóvár kom í ljós að 83% fram­halds­skóla­nema nota snjallsíma við akstur. Það eru yngstu öku­menn­irnir sem nota sím­ann minnst við akstur en þeir eldri nota hann tölu­vert meira. Þannig segj­ast 27% 17 ára nem­enda aldrei nota snjallsíma undir stýri en það hlut­fall er aðeins 8% hjá þeim 20 ára og eldri. Um afar mark­tækar niður­stöður var að ræða þar sem 71% fram­halds­skóla­nema tók þátt í rann­sókn­inni en aðeins var unnið með svör frá þeim nem­endum sem voru með bíl­próf þegar hún var gerð.

smari@bb.is

Auglýsing

Kristín sigursæl á Evópumeistarmótinu

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir kom heim til Ísafjarðar með tvo Evrópumeistaratitla og þrjú silfurverlaun í farteskinu eftir Evrópumeistaramót einstaklinga með Downs heilkenni sem fram fór í Frakklandi. Mótinu lauk á föstudag. Á fyrsta keppnisdegi gerði hún sér lítið fyrir og vann tvo Evópumeistaratitla, fyrst í 50 metra flugsundi og svo 100 metra baksundi. Á öðrum keppnisdegi vann hún til silfurverðlauna í 50 metra baksundi og á þriðja keppnisdegi bætti hún við silfurverðlaunum í 100 metra skriðsundi. Á lokakeppnisdeginum bætti Kristín sínum þriðju silfuverðlaunum í 50 metra skriðsundi.

Kristín er einn sigursælasti íþróttamaður í sögu Ísafjarðar og hefur fjórum sinnum verið útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

smari@bb.is

Auglýsing

Komnir 400 metra inn í fjallið

Dýrafjarðargöng eru orðin 400 metra löng. Í síðustu viku voru grafnir 35,2 metrar en gangamenn grófu einnig fyrir 35,2 metra löngu hliðarrými sem meðal annars verður notað sem sandgeymsla. Heildarframvinda síðustu viku var því 67,7 metrar. Notast var við tvo bora, annar var í hliðarrýminu en hinn í sjálfum veggöngunum. Nokkur vandamál hafa verið með stæðni í borholum og því hafa verið sprengdar 3 metra færur að hluta í göngunum sem er heldur styttra en venjulega.

smari@bb.is

Auglýsing

Vinna að markaðsleyfi í Suður-Kóreu

Sendinefnd lyfjaeftirlitsins í Suður-Kóreu með starfsfólki Kerecis.

Fjögurra manna sendinefnd frá lyfjaeftirlitinu í Suður-Kóreu heimsótti ísfirska fyrirtækið Kerecis fyrir helgi. Kerecis vinnur nú að því að fá markaðleyfi í Suður Kóreu fyrir aðalvöru fyrirtækisins, sárastoðefnið Kerecis Omega3 Wound sem er unnið úr fiskroði. Einn liður í markaðsleyfi er úttekt lyfjaeftirlitsins. Dóra Hlín Gísladóttir situr í framkvæmdastjórn Kerecis og hún segir sykursýki vera mikið vandamál í Suður-Kóreu og ein afleiðing sjúkdómsins eru þrálát sár. „Við vonum við að ísfirskt roð geti orðið að liði og vonandi hjálpað fólki í vanda,“ segir Dóra Hlín. Hún áætlar að sala hefjist í Suður-Kóreu á næsta ári og gerir fastlega ráð fyrir góðum viðtökum

Sárastoðefni Kerecis er til sölu í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Svíþjóð og að sjálfsögðu á Íslandi.

Nýverið fékk fyrirtækið markaðsleyfi fyrir vöruna í Taílandi og auk þess að vinna að markaðsleyfi í Suður-Kóreu er unnið að markaðsleyfi í Taívan og fyrirtækið því í sókn í suðaustur og austur Asíu.

smari@bb.is

Auglýsing

Mannvirkið stórgallað

Svona var umhorfs á Flateyrarhöfn í morgun.

Stórstreymi og lítill loftþrýstingur í dag veldur því að sjór flæðir yfir hafnarkantinn á Flateyri. Mannvirkið er stórgallað segir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hafnarkanturinn hefur sigið um allt að hálfan metra síðan stálþilið var rekið niður árið 1999. Guðmundur segir að Ísafjarðarhöfn og hafnarmálayfirvöld hafi deilt um ábyrgð í málinu um langt skeið. „Það er gleðilegt að okkar málflutningur hefur loks fengið hljómgrunn og eftir því sem mér skilst á hafnarmálasviði Vegagerðarinnar á að hefjast handa við viðgerðir í fljótleg í vetur. Við höfum lagt áherslu á að þeir sem hönnuðu mannvirkið og höfðu eftirlit með framkvæmdinni beri ábyrgð,“ Guðmundur.

Ráðlegt að vera vel stígvélaður á höfninni.

Fyrsta skref er að stöðva sigið og verður það gert með að sturta efni við endann á kantinum með það fyrir augum að þjappa undirlagið. Þegar komist verður í veg fyrir sigið er hægt að fara í endurbyggingu á kantinum.

Auglýsing

Sjávarútvegsráðstefnan í næstu viku

Áttunda Sjávarútvegsráðstefnan fer fram í næstu viku og kennir ýmissa grasa á dagskrá hennar. Dagskráin er sett fimmtudaginn 16. nóvember kl. 10:15 með málstofu sem kallast „Er hægt að fimmfalda útflutningsverðmæti bláa hagkerfisins“ og eftir hádegi eru málstofur þar sem fjallað er um kröfur kaupenda og hvort þær eru uppfylltar, um framtíð ferskfiskvinnslu, um öryggismál sjómanna, um mikilvægi rannsókna og nýsköpunar, um upplýsingatækni og um þróun og framtíðarsýn í gæðamálum.

Á föstudeginum halda málstofur áfram og þar er fjallað um hugverkarétt í sjávarútvegi, um umbúðir og áhrif þeirra á umhverfið, um menntun í sjávarútvegi, um tækifæri og áskoranir á mörkuðum og um fjórðu iðnbyltinguna. Síðast en ekki síst er svo stór málstofa í lokin um fiskveiðistjórnunarkerfi og veiðigjöld annara þjóða.

Sjávarútvegsráðstefnan var fyrst haldin í september 2010 og hefur verið haldin á hverju ári upp frá því. Markmið sjávarútvegsráðstefnunnar er að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Sjávarútvegsráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni. Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði sjávarútvegs og vonast er að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka.

bryndis@bb.is

Auglýsing

Gagnrýna ákvörðun ráðherra að leyfa dragnótaveiðar á viðkvæmum stöðum

Mynd úr safni

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda gagn­rýn­ir að drag­nóta­veiðar skuli nú hafa verið leyfðar á ákveðnum svæðum á grunn­slóð, en tíma­bund­in reglu­gerð var ekki fram­lengd. Fyr­ir­sögn pistsils á vef sam­bands­ins ber fyr­ir­sögn­ina: „Ráðherra í starfs­stjórn – hvað má og hvað ekki?“ Í lok ág­úst ákvað sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að fram­lengja bann við veiðum með drag­nót um tvo mánuði, þar til 31. októ­ber. Í tölvu­pósti frá ráðuneyt­inu hafi verið vak­in at­hygli á að fram­leng­ing veiðibanns væri markaður stutt­ur tími þar sem ráðherra væri að skoða hvort þörf væri á breyt­ing­um í fram­haldi af vinnu starfs­hóps á veg­um ráðuneyt­is­ins. Veiðisvæðin sem voru lokuð fyrir dragnótaveiðum voru á grunnslóð á Ströndum, á  Norðurlandi vestra, Norðasturlandi og á Austfjörðum.

Á vef LS segir að með því að framlengja ekki bannið sé verið að heimila notkun stór­virkra veiðarfæra á svæðum sem hafa verið friðuð í rúm 7 ár. „Þar sem svæðin hafa verið lokuð í svo lang­an tíma var ekki reiknað með að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mundi gera þar breyt­ing­ar á þegar hann væri í raun umboðslaus. Öðru nær, eng­in reglu­gerð gef­in út og drag­nóta­veiðar heim­ilaðar á þess­um viðkvæmu svæðum frá og með 1. nóv­em­ber.“

Auglýsing

Nýjustu fréttir