Gagnrýna ákvörðun ráðherra að leyfa dragnótaveiðar á viðkvæmum stöðum

Mynd úr safni

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda gagn­rýn­ir að drag­nóta­veiðar skuli nú hafa verið leyfðar á ákveðnum svæðum á grunn­slóð, en tíma­bund­in reglu­gerð var ekki fram­lengd. Fyr­ir­sögn pistsils á vef sam­bands­ins ber fyr­ir­sögn­ina: „Ráðherra í starfs­stjórn – hvað má og hvað ekki?“ Í lok ág­úst ákvað sjáv­ar­út­vegs­ráðherra að fram­lengja bann við veiðum með drag­nót um tvo mánuði, þar til 31. októ­ber. Í tölvu­pósti frá ráðuneyt­inu hafi verið vak­in at­hygli á að fram­leng­ing veiðibanns væri markaður stutt­ur tími þar sem ráðherra væri að skoða hvort þörf væri á breyt­ing­um í fram­haldi af vinnu starfs­hóps á veg­um ráðuneyt­is­ins. Veiðisvæðin sem voru lokuð fyrir dragnótaveiðum voru á grunnslóð á Ströndum, á  Norðurlandi vestra, Norðasturlandi og á Austfjörðum.

Á vef LS segir að með því að framlengja ekki bannið sé verið að heimila notkun stór­virkra veiðarfæra á svæðum sem hafa verið friðuð í rúm 7 ár. „Þar sem svæðin hafa verið lokuð í svo lang­an tíma var ekki reiknað með að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra mundi gera þar breyt­ing­ar á þegar hann væri í raun umboðslaus. Öðru nær, eng­in reglu­gerð gef­in út og drag­nóta­veiðar heim­ilaðar á þess­um viðkvæmu svæðum frá og með 1. nóv­em­ber.“

DEILA