Kristín sigursæl á Evópumeistarmótinu

Sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir kom heim til Ísafjarðar með tvo Evrópumeistaratitla og þrjú silfurverlaun í farteskinu eftir Evrópumeistaramót einstaklinga með Downs heilkenni sem fram fór í Frakklandi. Mótinu lauk á föstudag. Á fyrsta keppnisdegi gerði hún sér lítið fyrir og vann tvo Evópumeistaratitla, fyrst í 50 metra flugsundi og svo 100 metra baksundi. Á öðrum keppnisdegi vann hún til silfurverðlauna í 50 metra baksundi og á þriðja keppnisdegi bætti hún við silfurverðlaunum í 100 metra skriðsundi. Á lokakeppnisdeginum bætti Kristín sínum þriðju silfuverðlaunum í 50 metra skriðsundi.

Kristín er einn sigursælasti íþróttamaður í sögu Ísafjarðar og hefur fjórum sinnum verið útnefnd íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

smari@bb.is

DEILA