Hæglætisveður í dag

Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s í dag en 8-15 m/s við suðausturströndina. Víða bjartviðri en rigning á láglendi sunnan- og austantil og styttir upp þar með deginum. Suðvestan 5-13 í kvöld og skúrir eða slydduél suðvestanlands en léttskýjað á Norðausturlandi. Á morgun er spáð norðaustan 13-18 m/s á Vestfjörðum en hægari og austlægari annarsstaðar norðantil og víða snjókoma inn til landsins. En vestlæg átt og mildara veður með rigningu á köflum sunnanlands.

Það stefnir í að norðlægar áttir verði ríkjandi fram á laugardag með fremur svölu veðri og éljum eða snjókomu fyrir norðan en úrkomuminna sunnanlands.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á vegum.

smari@bb.is

DEILA