Mannvirkið stórgallað

Svona var umhorfs á Flateyrarhöfn í morgun.

Stórstreymi og lítill loftþrýstingur í dag veldur því að sjór flæðir yfir hafnarkantinn á Flateyri. Mannvirkið er stórgallað segir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hafnarkanturinn hefur sigið um allt að hálfan metra síðan stálþilið var rekið niður árið 1999. Guðmundur segir að Ísafjarðarhöfn og hafnarmálayfirvöld hafi deilt um ábyrgð í málinu um langt skeið. „Það er gleðilegt að okkar málflutningur hefur loks fengið hljómgrunn og eftir því sem mér skilst á hafnarmálasviði Vegagerðarinnar á að hefjast handa við viðgerðir í fljótleg í vetur. Við höfum lagt áherslu á að þeir sem hönnuðu mannvirkið og höfðu eftirlit með framkvæmdinni beri ábyrgð,“ Guðmundur.

Ráðlegt að vera vel stígvélaður á höfninni.

Fyrsta skref er að stöðva sigið og verður það gert með að sturta efni við endann á kantinum með það fyrir augum að þjappa undirlagið. Þegar komist verður í veg fyrir sigið er hægt að fara í endurbyggingu á kantinum.

DEILA