Föstudagur 2. maí 2025
Heim Blogg Síða 2097

Níu ára og með viðbrögðin á tæru

Slökkviliðið í Bolungarvík var kallað til í morgun vegna reyks í heimahúsi. Enginn eldur var í húsinu en nauðsynlegt reyndist að reykræsta húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var níu ára heimilismaður að elda sér pizzu og eitthvað fór úrskeiðis við eldamennskuna hjá snáða. Hann brást hárrétt við að sögn slökkviliðsmanns í Bolungarvík, hringdi á slökkviliðið og lét nákvæmlega vita hvað hafði gerst og hvar hann væri, kom sér út og beið svo úti í myrkrinu með vasaljós þegar slökkviliðsmenn bar að garði.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Útlit fyrir skaplegt skotveður

Það verður norðaustlæg eða breytileg átt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s og stöku él. Lengst af léttskýjað á morgun og hvessir annað kvöld. Frost 3 til 9 stig.

Það verður norðaustanátt á landinu á gamlársdag, 5 til 13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Lægir víðast er líður á daginn. Frost 2 til 10 stig.

Á nýársdag er spáð norðan og norðaustan 5-10 m/s norðantil, annars hægari austlæg átt lengst af. Stöku él um landið norðanvert, en léttskýjað sunnantil. Áfram frost víðast hvar, en frostlaust yfir daginn allra syðst á landinu.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Ný vefur Ísafjarðarbæjar í loftið

Nýr vefur Ísafjarðarbæjar hefur verið opnaður og leysir hann af hólmi eldri vef sem hefur þjónað með ágætum í sex ár. Við hönnun nýja vefjarins hefur verið reynt að miða við þarfir notenda frekar en starfsmanna og hefur hann þannig verið einfaldaður talsvert frá því sem áður var. Vefurinn er unninn í samstarfi við Stefnu hugbúnaðarhús á Akureyri.

Meðal nýjunga á vefnum má nefna „rafrænan Ísafjarðarbæ“, en þar er hægt að sækja um ýmsa þjónustu bæjarins í gegnum Netið með því að nota rafræn skilríki eða íslykil. Sá hluti vefjarins var unninn í samstarfi við Snerpu á Ísafirði.

Í tilkynningu segir að glöggt er gests augað og eru allar ábendingar, kvartanir, skammir og jafnvel hrós afskaplega vel þegin, annað hvort í gegnum athugasemdakerfi vefjarins eða á póstfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is. Vefsíður eru sem betur fer ekki meitlaðar í stein og mun vefurinn eflaust verða snyrtur og snurfusaður á næstu vikum og mánuðum.

smari@bb.is

Auglýsing
Auglýsing

Fordæmalaus hagsæld

Íslend­ing­ar búa nú við meiri hag­sæld og betri lífs­kjör en nokkru sinni fyrr. Þetta seg­ir Páll Kol­beins, rekstr­ar­hag­fræðing­ur hjá rík­is­skatt­stjóra, í grein í Tí­und, blaði embætt­is­ins, sem er ný­komið út. Í grein­inni fjall­ar Páll um niður­stöður álagn­ing­ar op­in­berra gjalda á lögaðila vegna rekstr­ar árs­ins 2016. Lögaðili er sam­heiti yfir fé­lög sem eru í at­vinnu­rekstri, oft­ast hluta­fé­lag eða einka­hluta­fé­lag.

Fyr­ir­tækj­um á skatt­grunn­skrá fjölgaði í fyrra og fleiri fyr­ir­tæki voru rek­in með hagnaði og greiddu skatt af tekj­um og hagnaði en tekju­skatt­ur hef­ur aldrei verið jafn­mik­ill og árið 2016. Þá juk­ust launa­greiðslur fyr­ir­tækja og stofn­ana einnig mikið en þær voru nú í fyrsta skipti hærri en þær voru árið 2007 og hafa aldrei verið jafn­há­ar.

Auglýsing
Auglýsing

Grásleppuveiðar missa sjálfbærnivottun

Marine Stewardship Council (MSC) hefur afturkallað vottun fyrir grásleppuveiðar frá og með 4. janúar 2018.  Samkvæmt niðurstöðum frá Vottunarstofunni Tún hefur komið í ljós að meðafli við veiðarnar er umfram viðmiðunarmörk í fjórum tegundum.  Að mati Túns ógna veiðarnar þannig tilvist þeirra.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Tegundirnar eru landselur, útselur, dílaskarfur og teista.  Vottunarstofan byggir niðurstöður sínar á útreikningum Hafrannsóknastofnunar frá upplýsingum úr afladagbókum og athugunum veiðieftirlitsmanna.  Þeir jafngilda að meðafli við grásleppuveiðar á vertíðinni 2017 hafi verið 16% af útselastofninum, 10% af stofni landsels, 17% af dílaskarfi og 20% af þeim fjölda teista sem stofninn telur, að því er kemur fram í frétt LS sem vinnur nú að yfirferð á skýrslunni og gögnum henni tengdri til að hægt verði að leggja mat á hvað hægt er að gera í þeirri stöðu sem upp er komin.  Að svo stöddu er ekki hægt að leggja mat á hvaða áhrif upplýsingarnar hafa á grásleppuveiðar hér við land.

Vottunarstofan Tún annast vottun og eftirlit með sjálfbærum sjávarnytjum samkvæmt viðmiðunarreglum Marine Stewardship Council (MSC).

 

Auglýsing
Auglýsing

Fallist á matsáætlun ofanflóðavarna

Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu Vesturbyggðar að matsáætlun vegna ofanflóðavarna á Patreksfirði við Urðargötu, Hóla og Mýrar. Vesturbyggð áformar að reisa varnargarð gegn ofanflóðum á Patreksfirði í hlíðunum fyrir ofan þéttbýlið á milli Vatnseyrar og Geirseyrar. Er það gert til þess að stuðla að bættu öryggi íbúa Patreksfjarðar gagnvart ofanflóðum. Gert er ráð fyrir að reisa tvo varnargarða, annarsvegar ofan við Mýrar og Hólagötu og hinsvegar Urðargötu. Hönnun varnargarðanna gengur út á að garðarnir veiti byggðinni vörn gegn hugsanlegum snjóflóðum og leiði flóðin til sjávar.

 

Auglýsing
Auglýsing

Flugeldasalan hefst í dag

Í dag er runninn upp mikill gleðidagur í lífi skotglaðra en björgunarsveitirnar hér vestra hefja flugeldasöluna í dag. Flugeldamarkaður Björgunarfélags Ísafjarðar og Tinda í Hnífsdal verður í Félagsheimilinu í Hnífsdal og hefst sala kl. 13 í dag og Björgunarsveitin Ernir í Bolungarvík hefur sölu kl. 18 í dag.

Samkvæmt reglugerð um skotelda er óheimilt að selja skotelda til almennings nema á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Sala skotelda er stærsta tekjulind björgunarsveitanna og sölutímabilið því gríðarlega mikilvægt fyrir sveitirnar. Í byrjun árs tók gildi ný reglugerð um stærð skotelda. Nú er því bannað að selja svokallaðar „risakökur“ sem björgunarsveitir höfðu á boðstólum um árabil.

 

Auglýsing
Auglýsing

Fjölbreyttar tillögur um Vestfirðing ársins

Katrín Björk, Vestfirðingur ársins 2016

Það er líflegt kjörið um Vestfirðing lesenda bb.is þetta árið, margar og áhugaverðar tillögur komnar fram og eins og staðan er núna geta margir komið til greina. Nefndir eru hópar, heilu starfstéttirnar, foreldrar og íþróttafólk, einhverjir hafa bjargað mannslífum, aðrir eignum, margir eru stoð og stytta samfélagsins og aðrir standa í ströngu með sínum.

Það er opið fyrir kjörið til áramóta og um að gera að safna liði fyrir þá sem þykja verðugir þessa merkilega titils.

Hér er hægt að kjósa Vestfirðing ársins.

Auglýsing
Auglýsing

Tíu ára gamalt framleiðslumet fallið

Arnarlax vinnur nú að því í samstarfi við annað fyrirtæki og stofnanir að skapa verðmæti úr blóði eldisfiska. Myndin tengist fréttinni ekki.

Tíu ára gamalt framleiðslumet íslenskra fiskeldisfyrirtækja féll í fyrra, en 15.201 tonn voru framleidd í fiskeldi á Íslandi árið 2016. Það er aðeins um 100 tonnum undir spám Landssambands fiskeldisstöðva fyrir árið. Frá er greint í Fiskifréttum og vitnað í skýrslu Íslandsbanka; Íslenskur sjávarútvegur 2017.

Mest var framleitt af laxi eða um 8.420 tonn sem er aukning um 5.160 tonn á milli ára. Af bleikju voru framleidd 4.084 tonn sem er 147 tonnum meira en árið á undan. 2.138 tonn voru framleidd af regnbogasilungi og um 59 tonn af þorski. Á yfirstandandi ári er gert ráð fyrir að framleiðsla á eldisfiski nemi um 20.801 tonnum og 30.475 tonnum á árinu 2018.

Útflutningsverðmæti eldisfisks árið 2016 var tæpir tíu milljarðar króna samanborið við 7,1 milljarð árið 2015. Verðmæti eldislax nam 5.5 milljörðum á árinu 2016 og jókst um 2.5 milljarða frá fyrra ári. Verðmæti silungs – bleikju og regnbogasilungs – var 3.5 milljarðar á árinu og lækkaði um 57 milljónir frá árinu 2015.

smari

Auglýsing
Auglýsing

Sautján umsóknir um framkvæmdastjórastarf

Frá stofnfundi Vestfjarðastofu í Edinborgarhúsinu þann 1. desember.

Sautján umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra nýstofnaðrar Vestfjarðastofu. Umsóknarfrestur rann út 18. desember. Þrír drógu umsóknir sínar til baka. Vestfjarðastofa var stofnuð 1. desember. Hún á að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Vestfjörðum og veita margháttaða ráðgjöf og þjónustu tengda atvinnulífinu, byggðaþróun og menningu á Vestfjörðum.

Umsækjendur eru:

Agnes Arnardottir, verkefnastjóri byggðaþróunar

Anna Greta Ólafsdóttir, fyrrum skólastjóri

Egill Skulason Langdal, verkefnastjóri á þjónustusviði

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur

Gylfi Ólafsson, fyrrum aðstoðarmaður ráðherra

Hjalti Sölvason, ráðgjafi

Ívar Örn Hauksson, fulltrúi

Jóhann Bæring Pálmason, yfirvélstjóri landvinnslu

Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri

Karólína Helga Símonardóttir, verkefnastjóri

Lukas Breki Larsen Valgeirsson, beitningarmaður

Ólafur Kjartansson, viðskiptastjóri

Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, verkefnastjóri

Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, starfandi stjórnarformaður

 

Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir