Útlit fyrir skaplegt skotveður

Það verður norðaustlæg eða breytileg átt á Vestfjörðum í dag, 5 til 10 m/s og stöku él. Lengst af léttskýjað á morgun og hvessir annað kvöld. Frost 3 til 9 stig.

Það verður norðaustanátt á landinu á gamlársdag, 5 til 13 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Dálítil él norðan- og austanlands, en bjart sunnan heiða. Lægir víðast er líður á daginn. Frost 2 til 10 stig.

Á nýársdag er spáð norðan og norðaustan 5-10 m/s norðantil, annars hægari austlæg átt lengst af. Stöku él um landið norðanvert, en léttskýjað sunnantil. Áfram frost víðast hvar, en frostlaust yfir daginn allra syðst á landinu.

smari@bb.is

DEILA