Níu ára og með viðbrögðin á tæru

Slökkviliðið í Bolungarvík var kallað til í morgun vegna reyks í heimahúsi. Enginn eldur var í húsinu en nauðsynlegt reyndist að reykræsta húsið. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var níu ára heimilismaður að elda sér pizzu og eitthvað fór úrskeiðis við eldamennskuna hjá snáða. Hann brást hárrétt við að sögn slökkviliðsmanns í Bolungarvík, hringdi á slökkviliðið og lét nákvæmlega vita hvað hafði gerst og hvar hann væri, kom sér út og beið svo úti í myrkrinu með vasaljós þegar slökkviliðsmenn bar að garði.

smari@bb.is

DEILA