Föstudagur 2. maí 2025
Heim Blogg

Styrkur til útsýnispalls á Flateyri

Horft eftir Brimnesvegi á Flateyri.

Á miðvikudaginn var tilkynnt um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Það er atvinnuvegaráðherra Hanna Katrín Friðriksson sem staðfestir styrkveitingarnar.

Meðal verkefna sem styrk hlaut að þessu sinni var bygging útsýnispalls við Brimnesveg á Flateyri, auk skábrauta og stiga, ásamt frágangi á svæðisinu. Einnig verður komið upp bekkjum, rennibraut og klifurvegg við og af pallinum. Megináhersla er lögð á algilda hönnun og aðgengi hreyfihamlaðra að mannvirkinu. Fjárhæð styrksins er 33,5 m.kr.

Í lýsingu á verkefninu segir að markmið verkefnisins sé að bæta aðgengi að stórbrotnu útsýni út Önundarfjörð og minnka slysahættu. Verkefnið er hluti af áfangastaðaáætlun Vestfjarða og fellur að
markmiðum sjóðsins um bætt aðgengi og öryggi ferðafólks. Ekki skal nýta styrkfé í gróðursetningu plantna en slíkt getur verið hluti af mótframlagi.

Grenndarkynning á pallinum fór fram í mars og apríl á síðasta ári og bárust nokkrar athugasemdir. Skipulag- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar bókaði þá að nefndin teldi að athugasemdir eigi rétt á sér og taka þurfi tillit til þeirra.

Auglýsing
Auglýsing

  Sálfræðihernaður og blekkingar

Mín kynslóð man vel eftir LÍÚ sem stóð fyrir Landsamband íslenskra útvegsmanna – þessi félagsskapur var ekki lagður niður – í dag heitir hann Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi – skammstafað SFS.

Kannski má líkja þessari breytingu við kennitöluflakk – ekkert breytist í raun nema nafnið.

Einu sinni var sjávarútvegsráðuneytið eitt af mikilvægustu ráðuneytunum – nú hefur það verið lagt niður og sjávarútvegsmálin komin undir nýtt ráðuneyti atvinnu og matvæla. Málefnum er varðar dýrmætustu auðlind þjóðarinnar hefur sem sé verið komið fyrir í einni skúffu í nýju ráðuneyti sem hefur ótal margt annað á sinni könnu – eins og til að mynda landbúnaðinn sem nú  stendur frammi fyrir stórum áskorunum er varða  fæðuöryggi og sjálfbærni á viðsjárverðum tímum.

Sjávarútvegurinn er grunnurinn að velferð þjóðarinnar og ætti að öllu eðlilegu að vera hennar helsta tekjulind svo þessi ráðstöfun verður að teljast undarleg í meira lagi. Það er eins vísvitandi sé verið að reyna að draga úr mikilvægi sjávarútvegs í hugum fólks og deyfa vitund þess gagnvart auðlindinni – þannig að eignatilfærslan  sem hefur verið að eiga sér stað í skjóli margra fyrri stjórnvalda verið ekki eins áberandi.

Það er mikið talað um og varað við falsfréttum og upplýsingaóreiðu nú á dögum. Fáir fjölmiðlar hér á landi teljast áræðanlegir svo hverjum á almenningur að treysta þegar kemur að upplýsingagjöf – varla þeim fjölmiðlum sem ítrekað hafa gerst sekir um einhliða áróðurskenndan fréttaflutning. Við hljótum að þurfa að treysta á eigið innsæi og dómgreind því hálfsagðar sögur geta aldrei talist tæmandi fréttir.

Það hefur örugglega ekki farið fram hjá hugsandi fólki sem fylgst hefur með fréttaflutningi í gegnum tíðina að um langa hríð hafa flestir fjölmiðlar hér grímulaust dregið taum stórútgerðanna og látið eins og þeir sem hafa þurft að líða vegna aðgerða þeirra séu ekki til – ekki mjög traustvekjandi það.

Það hefur heldur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með hvernig stríðið í Úkraínu hefur beinlínis verið látið skyggja á fjöldamorðin á Gasa í fjölmiðlum. Volodymyr Selensky hefur  óspart verið hampað sem hetju og honum fylgt eftir hvar sem hann hefur farið um snapandi úr almannasjóðum Natóríkja til að fjármagna stríðsrekstur sem stofnar heimsfriðnum í hættu. Og svona til að kóróna ótrúverðuleika Evrópskra sjónvarpsstöðva þá virðist það aldrei hafa verið inn í myndinni að refsa Ísrael með sama hætti og rússum.

Á dögunum bárust okkur fréttir af rafmagnsleysi á Spáni sem setti mannlífið þar víða úr skorðum. Pútin talin saklaus af þessu fári en ójafnvægi í kerfinu kennt um eða sérstökum veðurskilyrðum. Ótrúverðugt verður að teljast að land á suðrænum slóðum  skuli treysta á kerfi sem lætur undan í logni og sól. 

Þessi uppákoma virkjaði samsæriskenningastöðvarnar hjá mér því ef líkja má þessu við eitthvað þá helst innrásinni frá Mars – sem á sínum tíma setti Bandaríkin á annan endann.

Það er vitað að orkan er gullgæsin sem einkavæðingin vill helst komast yfir um þessar mundir – orkan er jú feitur biti í að komast og því ólíklegt að einkavæðingasinnar ætli að láta happ úr hendi sleppa – svo velta má fyrir sér hvort þarna hafi þeir verið að ýta út vör áróðursherferð um orkuöryggi á heimsvísu. 

Það er ekki bara á Íslandi sem einkavæðingin ásælist orkuna – það gera einnig auðhringar um heim allan – þeir vinna skipulega saman að settu marki og treysta á gangandi mútubauka í almannaþjónustu.

Frjálshyggjan vill svo gjarnan telja okkur trú um að ekkert geti gengið án hennar aðkomu – þó hún hafi skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem hún hefur drepið niður fæti.

Rafbílavæðingin snýst ólíklega um umhverfisvernd – ef verið væri í alvöru að hugsa um umhverfið þá væri metan lausnin – enda  smellpassar það inn í hringrásina. Reynslan af rafbílum er heldur ekki góð – þeir þykja hættulegir í umferðinni vegna tíðra sjálfíkveikju – svo er það til umhugsunar hvort þeir geti mögulega haft slæm heilsufarsleg áhrif.

Þegar áróðri er beint að lifnaðarháttum almennings er mjög líklega verið að draga athygli hans frá einhverju öðru – það sem kann að virðast umhyggja í fyrstu getur þegar öllu er á botninn hvolft reynst blekking.

Ég er umhverfisverndarsinni og geri mér fulla grein fyrir að plast er umhverfisógn – ég læt samt einhliða plastáróðu fara í taugarnar á mér því ég tel svo margt annað sem ekki hefur fengið pláss í umræðunni hættulegra lífríkinu til lands og sjávar. Það hefur til að mynda alveg verið skautað framhjá lyfjaframleiðslu og áti sem og fíkniefnaframleiðslu og neyslu – þarna er um að ræða mikið magn af mjög skaðlegum efnum sem enda í hafinu með mennskum úrgangi. Það væri klárlega hægt að draga mikið úr mengun á þessu sviði með því að nýta mennskan úrgang til orkuframleiðslu svo um munaði. Við hljótum að þurfa að hugsa í lausnum til framtíðar fremur en að láta stjórnast af stundargróðrarhyggju auðvaldsins sem hugsar um það eitt að græða meira í dag en í gær.

Við vitum ekki hvernig eftirliti er háttað með lyfjaframleiðslu – ólíklega er hún með „geislabaug“ fremur en önnur stórgróðrarstarfsemi.

Lyf eru nauðsynleg – þau bjarga mannslífum og breyta til hins betra í mörgum tilfellum – en þeim er líka frjálslega ávísað og þau misnotuð í miklu mæli og telja má víst að spillingin teygi anga sína inn í þennan iðnað eins og annan þar sem gróðra er von.

Og svo er það kjarnorkan – stærsta og hættulegasta „boðflennan“ á jörðinni. Það er eitthvað svo léttvægt að ræða um plastagnir í fatnaði og ilmefni í sápum sem ógn við lífríkið þegar „stórir strákar“ í vígahug eru að smíða og gera tilraunir með vopn sem geta gjöreytt jörðinni mörgu sinnum

Auðvitað skiptir þetta allt máli en við megum ekki láta litlu hlutina yfirtaka umræðuna.

Umhverfisvernd getur í sumum tilfellu að mínu mati snúist upp í andhverfu sína – í því sambandi vil ég nefna hvalafriðun – sem er mikið tilfinningamál hjá mörgum. Hvalafriðunarsinnar  hafa alltaf átt greiðan aðgang að fjölmiðlum sem  hafa þá látið umræðuna snúast að mestu um ferðaþjónustuna og afkomu hennar sem og ásýnd landsins út á við. Umræða um skynsemi hvalafriðunar hins vegar ekki verið í boði – sem hlýtur að vera álitamál og varasamt getur verið að treysta á þann kost sem við helst kjósum – því meiri líkur eru á en minni að hvalafriðun geti valdið röskun í lífríki sjávar.  Það virðist svo augljóst að það geti ekki gengið upp að friða stærstu skepnuna til sjávar á sama tíma og verið er að ofnýta flesta nytjastofna.

Umhverfissjónarmiðin eru því miður of oft látin víkja fyrir gróðrarhyggjunni.

Peningarnir ráða öllu og leyfa sér allt – umfjöllun í síðast Kveikþætti undirstrikaði þá staðreynd. Spillingin hér kemur örugglega ekki mörgum á óvart – nema þá helst þeim sem eiga að hafa eftirlit með henni – en þeir láta eins og hún sé latína sem þeir kunna engin skil á. Ég varð ekkert hissa – en ég verð mjög hissa ef umræddu máli verður ekki stungið undir stól gleymskunnar.

Persónunjósnir eru langt í frá nýtilkomnar á Íslandi. Það er vissulega ekki á hvers manns færi að fjármagna slíkar „þarfir“. það er ekki bara að fjarmagna eltingaleik – í einhverjum tilfellum er líka verið að kaupa persónuupplýsingar og eða fölsun á slíkum. Það er svo óspart notast við frændsemi og vinskap á réttum stöðum við tálmanir af ýmsum toga og fjárhagslegt ofbeldi. Ótrúlega margir virðast vera tilbúnir til að vera þátttakendur í að leika sér að lífi annarra og taka þannig aurinn fram yfir orðsporið.

Þetta er allt ógeðslegt – Ísland er ógeðslegt sagði Styrmir heitinn Gunnarsson – við hljótum að trúa honum því hann þekkti vel til á æðstu stöðum og þeirra vinnubragða sem þar tíðkuðust.

En við skulum ekki gleyma að hvert samfélag mótast af íbúum þess og þá kannski helst af sjálfskipuðum forystusauðum og þjónum þeirra.

——————–

Ég sit á herðum manns, þjarma að honum og læt hann bera mig og samt fullvissa ég sjálfan mig og aðra um, að ég finni mjög til með honum og vilji með öllum tiltækum ráðum létta honum byrgðina – nema með því að fara af baki hans.

                                                                                Leo Tolstoj

——————-

Mér hefur verið tíðrætt um íslenskt okur ég vil því að gefnu tilefni ráðleggja fólki að kanna verðlagningu á bifreiðaverkstæðum áður en farið er með bíl á viðgerð.

Ég á tíma á verkstæði þann 5. maí – áður uppgefinn kostnaður var 140.000 kr en eftir að „verkstæðisformaðurinn“ hafði farið yfir málið hækkaði hann upp í 270.000 kr

Um er að ræða tímareimaskipti og endurnýjun á vatnsdælu og umfelgun (ég á dekkjaganginn) 

en bíllinn minn er subaru impresa – lítið ekinn.

Lifið heil !

Vilhelmína H. Guðmundsdóttir

Lífsreyndur eldri borgari.

Auglýsing
Auglýsing

Við sköpum verðmætin á kvennaárinu 2025

Yfirskrift 1. maí 2025 „Við sköpum verðmætin“ á mjög vel við sem svar verkalýðshreyfingarinnar við yfirgengilegri áróðursmaskínu stórútgerðarinnar á Íslandi varðandi það hve miklum verðmætum útgerðin skilar til samfélagsins. En hverjir skapa þessi raunverulegu verðmæti? Ekki verða þau til af sjálfu sér? Fiskurinn í sjónum kringum Ísland og aðrar sjávarafurðir eru auðlind okkar allra. Það er ekki síst fyrir störf kvenna sem hafa verið uppistaðan í störfum í frystihúsum, saltfiskverkunum, rækjuverksmiðjum og nú einnig laxasláturhúsum landsins sem úr þessum afurðum eru sköpuð hin gríðarlegu verðmæti sem útgerðin hreykir sér af að skila til samfélagsins. Já það er ekki síst fyrir störf hörkuduglegra kvenna sem hin raunverulega verðmætasköpun stórútgerða verður til og það á lágmarkstöxtum verkafólks. Áróðurmaskínan gengur svo langt að hóta því að flytja þessi mikilvægu og verðmætaskapandi störf úr landi verði þeim gert að skila hærri gjöldum fyrir afnot af auðlindinni! Slíkum hótunum verða stjórnvöld að mæta af fullri hörku til að verja störf sem að langstærstu leiti eru kvennastörf á landsbyggðinni. En nóg um áróður stórútgerðarinnar gagnvart störfum kvenna á landsbyggðinni.

Í dag á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks 1. maí er sérstök áhersla lögð á stöðu kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Í því samhengi er rétt að rifja upp að þann 24. október næstkomandi verða 50 ár frá því konur sameinuðust í baráttu fyrir því að framlag þeirra til samfélagsins yrði virt að verðleikum, þá bæði á vinnumarkaði og á öðrum vettvangi. Konur stóðu upp frá störfum þennan dag til að undirstrika þann gífurlega launamun milli karla og kvenna í sömu störfum og lögðu með því áherslu á mikilvægi sitt á vinnumarkaði.

Á þessari hálfu öld sem er liðin frá fyrsta kvennafríinu mætti ætla að baráttan fyrir jöfnun launa milli karla og kvenna hefði skilað meiri árangri en raun ber vitni. Svo er alls ekki! Talsverður árangur hefur náðst en við eigum ennþá alltof langt í land.  Síðan 1975 hefur krafa um jafnrétti orðið betur skilgreind, en nú er barist fyrir jafnrétti kynjanna (kvenna og kvára) á öllum vígstöðvum, sama hvort horft er á jöfn laun, álag vegna heimilis (þriðja vaktin), þátttöku í valdastöðum, já og baráttu gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Er það svo að okkur sem samfélagi finnist í lagi að á grundvelli kyns sé í lagi að beita ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum, andlegum, líkamlegum eða fjárhagslegum toga?

Jafn réttur og jöfn tækifæri kvenna og karla til launa og starfa eru grundvallarmannréttindi. Til að bæta stöðu kvenna í samfélaginu og á vinnumarkaði er mikilvægt að konur hasli sér völl og séu gefin jöfn tækifæri á sem flestum sviðum. Jafnframt er mikilvægt að afhjúpa og uppræta kynbundinn launamun á íslenskum vinnumarkaði. Þrátt fyrir harða baráttu hefur launamunur kynjanna lítið breyst undanfarin ár og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að sjá marktækan mun. Síðan 2009 hefur kynbundinn launamunur verið í kringum 10% og er ekki að sjá nein merki þess að jöfnun launa á vinnumarkaði hafi skilað tilætluðum árangri.

En hver er staða kvenna út í hinum stóra heimi?

Tugir milljóna karla og kvenna eru föst í nútíma þrælahaldi og enn fleiri mynda falið vinnuafl í aðfangakeðjum framleiðenda sem spanna heiminn allan. Þeim er neitað um réttinn til að stofna stéttarfélög, fá greitt lágmarkskaup sem dugar fyrir framfærslu og eru iðulega föst í hættulegri og niðurlægjandi vinnu. Launafólk um víða veröld er að berjast fyrir rétti sínum, skipuleggja stéttarfélög frammi fyrir ofbeldisfullri kúgun, berjast fyrir mannsæmandi vinnu og fara í verkföll þar sem enginn réttur er til slíks. Það er reynsla okkar hér á Íslandi að konur verða frekar fyrir vinnumansali en karlar.

Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem sýna að ofbeldi fer vaxandi á vinnumarkaði víða um heim þráast bæðir ríkisstjórnir og atvinnurekendur við að koma að gerð alþjóðlegs sáttmála sem vinnur gegn kynbundnu ofbeldi og verkalýðshreyfingin hefur hvatt til að verði samþykktur. Það væri strax áfangasigur í baráttunni gegn ofbeldi gagnvart konum.

Verkalýðsfélög og atvinnurekendur leika lykilhlutverk í því að gera vinnustaði örugga fyrir konur, að útrýma bæði áreitni og ofbeldi gagnvart konum úr vinnuumhverfi þeirra. Almennir kjarasamningar eru t.d. gott verkfæri í þeirri baráttu.

Konur segja „þið skuluð reikna með okkur“ þegar kemur að jafnrétti á vinnustöðum, fjárfestingu í samfélagsverkefnum, endalokum launamuns kynjanna og réttmætri þátttöku kvenna í framvarðasveit stéttarfélaga. 

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins 1. maí er okkar dagur til að sýna styrk og staðfestu vinnandi stétta, í baráttu þeirra gegn kúgun, til að sýna samstöðu heima og milli landa og vinna áfram að því verkefni að búa til betri heim þar sem ofbeldi á vinnustöðum líðst ekki, þar sem jafnrétti á vinnumarkaði er í fyrirrúmi og þar sem kvennastörf eru metin að verðleikum. Jafnframt er brýnt að muna að réttindi launafólks duttu ekki af himnum ofan og að brýnt er að standa vörð um það sem þegar hefur áunnist hérlendis.

Sýnum samstöðu og mætum öll í kröfugöngur dagsins. Gleðilegan baráttudag verkafólks!

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Auglýsing
Auglýsing

Verkalýðsfélag Vestfirðinga: dagskrá á þremur stöðum

Verkalýðsfélag Vestfirðinga stendur fyrir dagskrá á þremur stöðum á félagssvæði sínu í tilefni af baráttudegi verkalýðsinsins 1. maí.

Á Ísafirði hefst kröfuganga kl 14 og gengið verður frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði að Edinborgarhúsinu.

Þar verður dagskrá með ræðuhöldum og tónlistarflutningi.

Að því loknu verða kaffiveitingar í Guðmundarbúð og kvikmyndasýningar í Ísafjarðarbíó.

Á Suðureyri verður einnig kröfuganga kl 14 frá Brekkukoti. Þá verður hátíðardagskrá í Félagsheimilinu á Suðureyri með hátíðarræðu, söng og kaffiveitingum.

Á Patreksfirði verður boðið í bíó í Skjaldborg.

Auglýsing
Auglýsing

Vísindaport:Breytingar í Norður-Íshafinu: Fólk, atvinnugreinar og framtíðin

02.05.2025 kl. 12:10

Julia Olsen er dósent í umhverfisfélagsfræði við Nord-háskólann í Bodø, Noregi. Undanfarin tíu ár hefur hún rannsakað strandsamfélög á norðurslóðum með sérstakri áherslu á aðlögun að fjölþættum breytingum og lífvænleika þeirra. Doktorsverkefni hennar fjallaði um hvernig aukin skipaumferð á norðurslóðum hefur áhrif á náttúru og smærri samfélög. Julia tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem rannsaka sjálfbæra samgöngukosti, ferðaþjónustu og mengun í hafinu í Norður-Noregi og á Svalbarða.

ulia mun leiða okkur í ferðalag til Norður-Íshafsins. Hún mun lýsa þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í náttúrulegu umhverfi og geta haft áhrif á strandsamfélög í norður Evrópu. Að því loknu mun hún fjalla um mikilvægi þessara breytinga fyrir framtíðarþróun á Barents-svæðinu, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu og siglingaleiðir um Norður-Íshafið.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Fyrirlesturinn fer fram á ensku

Auglýsing
Auglýsing

Bolungavík: 1. maí kaffi í félagsheimilinu

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur býður í kaffi í félagsheimilinu í dag í tilefni af 1. maí.

Tónlistarskóli Bolungavíkur og kvennakór Ísafjarðar koma fram.

Dagskráin hefst kl 14:30.

Auglýsing
Auglýsing

Trjónukrabbi

Trjónukrabbi er með perulaga skjöld, hann er breiðastur aftan til og mjókkar fram í tvískipta trjónu. Skjöldurinn er 4–9 cm breiður. Augun standa á stuttum stilkum og eru í kverkum sitt hvorum megin framan til á trjónunni. Stuttir fálmarar koma úr skildinum rétt fram við augun og ná lítið eitt fram fyrir trjónuna. Skjöldurinn er ósléttur og hnúðóttur meðfram köntunum. Undan skildinum að aftan kemur flatur hali sem liggur undir dýrið og liggur þétt fram með kviðnum. Hjá kvendýrinu er halinn hringlaga en hjá karldýrunum eru hliðarlínurnar inndregnar.

Trjónukrabbinn hefur fjögur pör af gangfótum sem eru lengri en skjöldurinn. Framan við ganglimina eru tvær griptengur sem eru styttri en gildari en fæturnir og enda í sterklegri kló. Trjónukrabbinn er brúnn eða rauðbrúnn á litinn að ofan en nærri hvítur að neðan.

Við Ísland er trjónukrabbi algengur við alla landshluta. Hann lifir á klappar-, grjót- og sandbotni frá lágfjörumörkum niður á 200 m dýpi en er algengastur grynnra en á 50 m dýpi.

Trjónukrabbinn hefur fjölbreyttan matseðil. Stór hluti af fæðu hans eru þörungar en hann étur einnig önnur dýr eins og sæfífla og fleira. Hann étur einnig hræ ef hann nær í.

Eftir að trjónukrabbinn hefur myndað um sig skel stækkar hún ekki. Á meðan hann er að vaxa þarf hann því oft að skipta um skel og myndar þá utan um sig stærri og stærri skel. Þegar ný skel myndast utan um líkamann blæs hann sig út svo að skelin verði vel við vöxt.

Mökun fer fram þegar kvendýrin skipta um skel. Karlinn velur sér kvendýr sem hann heldur þar til hún fer í skelskipti og getur þurft að bíða í nokkrar vikur eftir því. Kvendýrin hrygna svo eggjum sem festast undir halanum á kviðnum. Þar eru þau þar til þau klekjast út. Þá skríða út lirfur sem fara upp undir yfirborð og hafast við í svifinu um nokkurra mánaða skeið áður en þær setjast á botninn aftur. Meðan lirfurnar eru í svifinu stækka þær og breytast talsvert í útliti í hvert skipti sem þær hafa skelskipti. Það er fyrst eftir að þær setjast á botn að þær fara að líkjast foreldrunum.

Trjónukrabbinn nefnist skrautkrabbi á dönsku. Þá nafngift hefur hann fengið af því að skjöldurinn á ungum trjónukröbbum er oft þakinn ásætudýrum og þörungum svo að erfitt getur verið að koma auga á hann innan um botngróðurinn. Trjónukrabbinn skreytir sig sjálfur þannig að hann slítur þörunga og dýr af botninum með gripklónni og ber að munni. Þar framleiðir hann lím sem hann ber á fenginn og festir síðan á bakið.

Af vefsíðunni haf og vatn

Auglýsing
Auglýsing

Hlaupahátíð á Vestfjörðum 18. – 19. júlí

Hin árlega Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin dagana 18. – 19. júlí 2025.

Í ár verður hátíðin með breyttu sniði en einblínt verður á kjarna Hlaupahátíðarinnar, hlaupin.

Keppnisgreinar fyrri dagsins eru nýjustu hlaup hlaupahátíðarinnar, annars vegar 7 km utanbrautarhlaup þar sem hlaupið er frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal og niður í miðbæ Ísafjarðar og hinsvegar hið nýja 15 km Óshlíðarhlaup sem byggir á eldra hlaupi með sama heiti. Þar er hlaupið milli bæjarfélaga, þ.e. frá Bolungarvík til Ísafjarðar, um aflagða veginn um Óshlíð sem fyrir 2010 var eina samgönguleiðin á landi milli þessara tveggja bæjarfélaga, og endað í miðbæ Ísafjarðar.

Seinni daginn geta hlauparar notið hinnar sívinsælu Vesturgötu og að venju er hægt að velja um hálfa (10 km), heila (24 km) eða tvöfalda Vesturgötu (45 km).

Sunnudaginn 20. júlí býður íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri upp á 2 og 4 km skemmtiskokk í tilefni 120 ára afmælis íþróttafélagsins. Hlaupið hefst kl. 11 frá kirkjunni á Þingeyri.

FÖSTUDAGUR – 18. JÚLÍ

17:30: 15 km Óshlíðarhlaup
18:00: 7 km Utanbrautarhlaup

LAUGARDAGUR – 19. JÚLÍ

08:00: Tvöföld Vesturgata 45 km
11:00: Heil Vesturgata 24 km
13:00: Hálf Vesturgata 10 km
Verðlaunafhending á Sveinseyri

SUNNUDAGUR – 20. JÚLÍ

11:00: 2 og 4 km skemmtiskokk á vegum íþróttafélagins Höfrungs á Þingeyri
Ræst frá kirkjunni á Þingeyri.

Skráning á www.hlaupahatid.is.

Auglýsing
Auglýsing

Aggan er frítt smáforrit sem bætir öryggi sjómanna

Ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækið Alda ör­yggi býður nú ís­lensk­um smá­báta­sjó­mönn­um sér­hannað ör­ygg­is­stjórn­un­ar­kerfi fyr­ir smá­báta end­ur­gjalds­laust. Um er að ræða lausn sem nú­tíma­væðir, auðveld­ar og ein­fald­ar allt ut­an­um­hald ör­ygg­is­mála hjá smá­báta­sjó­mönn­um á sta­f­ræn­an máta.

Smá­for­ritið nefn­ist Agg­an og hef­ur þróun henn­ar verið í ná­inni sam­vinnu við Sigl­ingaráð, Lands­sam­band smá­báta­eig­anda og Sam­göngu­stofu í tæp tvö ár. Smá­báta­sjó­menn geta nálg­ast for­ritið á heimasíðu Ögg­un­ar.

Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað. Nú þegar útlit er fyrir að margir aðilar bætast við á strandveiðum er rétt að benda mönnum á þetta öryggistæki.

Auglýsing
Auglýsing

Styrktarsjóði Hafna Ísafjarðarbæjar úthlutar átta milljónum

Tvö skemmtiferðaskip í Ísafjarðarhöfn sumarið 2023. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Styrktarsjóður Hafna Ísafjarðarbæjar hefur nú úthlutað styrkjum í annað sinn en úthlutunarnefnd lauk störfum fyrr í vikunni.

Í ár hafði sjóðurinn yfir 8.000.000 að ráða til úthlutunar sem er þriggja milljóna króna aukning frá fyrra ári. 

Mikil ásókn var í sjóðinn, en 61 umsókn barst þar sem sótt var um fyrir rúmar 36 milljónir króna en á síðasta ári voru umsóknir 22.

Breytingar urðu á úthlutunarreglum á milli ára en í fyrra styrkti sjóðurinn aðeins viðburði, en í ár var einnig hægt að sækja um vegna samfélags- og fegrunarverkefna, flestar umsóknir voru þó á sviði viðburða. 

Úthlutunarnefnd mat umsóknir og í kjölfarið var ákveðið að veita eftirfarandi 38 verkefnum styrk:

Styrkir í flokki viðburða

Götuveislan á Flateyri (Bjsv. Sæbjörg er fjárhirðir)Götuveislan á Flateyri 2025viðburður300,000
kol og salt ehfSamtímalist á Ísafirði – reglulegar leiðsagnir og bæklingurviðburður300,000
Nefnd DýrafjarðardagaDýrafjarðardagarviðburður300,000
Árni Heiðar ÍvarssonTrúbadorar á torginuviðburður300,000
Jóngunnar Biering MargeirssonTónar úr torfbænum – á Dokkunni Brugghúsiviðburður300,000
Sandra/Snadra ehfRythmískar tvíhliða teikningarviðburður250,000
Lýðskólinn á FlateyriGræjum þetta! – Viðgerðarhátíð Flateyrarviðburður240,000
Við Djúpið, félagTónlistarhátíðin Við Djúpiðviðburður200,000
Act aloneAct alone á Suðureyri 2025viðburður200,000
Hákon Ari heimissoníshátið Gaddsviðburður200,000
Katla Vigdís VernharðsdóttirSjómannadagurinn á Suðureyriviðburður200,000
Steingrímur Rúnar GuðmundssonÍslenskir tónar í Neðsta með Dennaviðburður200,000
EdinborgarhúsiðJazzhátíð í ágústviðburður200,000
The Pigeon International Film FestivalThe Pigeon International Film Festivalviðburður200,000
María LárusdóttirSteinamálunviðburður200,000
Kómedíuleikhúsið atvinnuleikhús VestfjarðaSumarleikhús Kómedíuleikhússinsviðburður200,000
Rajath RajFind the Gap ( working title)viðburður200,000
Íris Ösp HeiðrúnardóttirBollafaktorían – útistúdíóviðburður150,000
Byggðasafn VestfjarðaVestfirskir jólasveinarviðburður150,000
Ólöf Dómhildur JóhannsdóttirÓtti umbreytist í skuggaviðburður150,000
Lýðskólinn á FlateyriBlíðan – Sumarhátíð Lýðskólans á Flateyriviðburður150,000
Greta Lietuvninkaitė„Write it Out: A writing session with local authors“viðburður110,000
EdinborgarhúsiðAfmælissýning Slunkaríkisviðburður100,000
Byggðasafn VestfjarðaGömlu jólalöginviðburður100,000
Jóngunnar Biering MargeirssonÚtgáfutónleikar Hljómóra í Hömrumviðburður100,000
Andri Pétur ÞrastarsonGosi – Tónleikarviðburður100,000

Styrkir í flokki fegrunarverkefna

Blómahornið blómaskreytingarþjónustaBlómasæti Ísafjarðarfegrunar600,000
Heiðrún ÓlafsdóttirLjóðvarnargarðarfegrunar500,000
Litla netagerðinLitla netagerðin og litaleiðin – tenging hafnar, lista og samfélagsfegrunar250,000
Ólöf Dómhildur JóhannsdóttirSpeglar þorpsinsfegrunar200,000
Fjólubláa Húfan ehf.Merking Norðurpólsinsfegrunar100,000

Styrkir í flokki samfélagsverkefna

Leiklistarhópur Halldóru ehfLeiklistarnámskeið fyrir börnsamfélags250,000
Björgunarsveitin DýriEndurnýjun björgunarbílssamfélags200,000
Litla netagerðinList án landamæra í litlu netagerðinnisamfélags200,000
Sunna ReynisdóttirUngbarnaróla í Minningargarðinnsamfélags200,000
Litli leikklúbburinnLitli leikklúbburinnsamfélags150,000
Leikfélag FlateyrarLeiklistarnámskeið á Flateyrisamfélags150,000
Íþróttafélagið GrettirUppfærsla á búnaði til æskulýðsstarfs og lýðheilsueflingarsamfélags100,000
Auglýsing
Auglýsing

Nýjustu fréttir