Ný vefur Ísafjarðarbæjar í loftið

Nýr vefur Ísafjarðarbæjar hefur verið opnaður og leysir hann af hólmi eldri vef sem hefur þjónað með ágætum í sex ár. Við hönnun nýja vefjarins hefur verið reynt að miða við þarfir notenda frekar en starfsmanna og hefur hann þannig verið einfaldaður talsvert frá því sem áður var. Vefurinn er unninn í samstarfi við Stefnu hugbúnaðarhús á Akureyri.

Meðal nýjunga á vefnum má nefna „rafrænan Ísafjarðarbæ“, en þar er hægt að sækja um ýmsa þjónustu bæjarins í gegnum Netið með því að nota rafræn skilríki eða íslykil. Sá hluti vefjarins var unninn í samstarfi við Snerpu á Ísafirði.

Í tilkynningu segir að glöggt er gests augað og eru allar ábendingar, kvartanir, skammir og jafnvel hrós afskaplega vel þegin, annað hvort í gegnum athugasemdakerfi vefjarins eða á póstfangið upplysingafulltrui@isafjordur.is. Vefsíður eru sem betur fer ekki meitlaðar í stein og mun vefurinn eflaust verða snyrtur og snurfusaður á næstu vikum og mánuðum.

smari@bb.is

DEILA