Fordæmalaus hagsæld

Íslend­ing­ar búa nú við meiri hag­sæld og betri lífs­kjör en nokkru sinni fyrr. Þetta seg­ir Páll Kol­beins, rekstr­ar­hag­fræðing­ur hjá rík­is­skatt­stjóra, í grein í Tí­und, blaði embætt­is­ins, sem er ný­komið út. Í grein­inni fjall­ar Páll um niður­stöður álagn­ing­ar op­in­berra gjalda á lögaðila vegna rekstr­ar árs­ins 2016. Lögaðili er sam­heiti yfir fé­lög sem eru í at­vinnu­rekstri, oft­ast hluta­fé­lag eða einka­hluta­fé­lag.

Fyr­ir­tækj­um á skatt­grunn­skrá fjölgaði í fyrra og fleiri fyr­ir­tæki voru rek­in með hagnaði og greiddu skatt af tekj­um og hagnaði en tekju­skatt­ur hef­ur aldrei verið jafn­mik­ill og árið 2016. Þá juk­ust launa­greiðslur fyr­ir­tækja og stofn­ana einnig mikið en þær voru nú í fyrsta skipti hærri en þær voru árið 2007 og hafa aldrei verið jafn­há­ar.

DEILA