Verbúðin pub – árs afmæli í gær

Aðsóknin var með mesta móti.

Í gærkvöldi, skírdag, var haldið ársafmæli verbúðarinnar pub í Bolungavík. Boðið var upp á veglega afmælisbrauðtertu og Traustasynir spiluðu og sungu af mikilli innlifun.

Veitingastaðurinn var meira en þétt setinn þegar Bæjarins besta leit inn og tók púlsinn á staðnum og mikil stemming. Rétt eins og á Dokkunni á Ísafirði, sama kvöld, mátti sjá marga brottflutta heimamenn sem voru komnir á heimaslóðir um páskana.

Hljómsveitin Óðríki sá um tónlistina. Hana skipa bræðurnir Hjörtur og Magnús Traustasynir, Valþór Atli og Bjarki Einarsson.

Afmælistertan var vegleg.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA