Vatnsdalsvirkjun: óveruleg skerðing á víðernum landsins

Fram kom í erindi Elíasar Jónatanssonar, Orkubússtjóra á ráðstefnu samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, sem haldin var í Reykjavík á föstudaginn, að fyrirhuguð Vatnsdalsvirkjun hefði óverueg áhrif til skerðingar á víðernum landsins.

Sagði Elías að skerðing víðerna yrði aðeins 0,027% af víðernum á landsvísu og byggir tölur sínar á útreikningum Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði.

Þá yrði einnig óveruleg skerðing á birki innan friðlandsins eða aðeins 0,2%.

Vatnsdalsvirkjun yrði 20 – 30 MW að afli og yrði tengd beint í tengivirki í Mjólká með 20 km langri línu. Með virkjuninni næðist að auka afhendingaröryggi um 90% á norðanverðum Vestfjörðum og um 88% á sunnanverðum Vestfjörðum auk þess sem tengivirkið í Mjólká væri þá orðið N 1 tengt.

Í dag er afhendingaröryggið tryggt með olíuknúnu varaafli samtals um 29 MW. Á þessu ári er áætlað að Orkubú Vestfjarða þurfi brenna þurfi 3,3 milljónum lítra af olíu og kostnaður er um 520 m.kr.

Elías Jónatansson, Orkubússtjóri.

DEILA