Óveðrið að ganga niður – mokstur að hefjast

Óveðrið sem hefur gengið yfir Vestfirði er að ganga niður samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Enn eru vegir lokaðir en verið er að undirbúa að hefja mokstur og Djúpið og Steingrímsfjarðarheiðin gætu opnast í dag seinnipartinn. Þá er verið að huga að mokstri vestur frá Ísafirði og ef vel gengur gæti opnast að Dýrafjarðargöngum í kvöld.

Áformað er að opna Dynjandisheiði á morgun ef veður leyfir.

Heiðar á sunnaverðum vestfjörðum eru opnar, Hálfdán, Miklidalur og Kleifaheiði.

Vegfarendur eru beðnir um að fylgjast með skilaboðum um opnum vegna og mokstur.

DEILA