Bolungavíkurhöfn: eldislax 32% meiri en veiddur fiskur í janúar – febrúar

Novatrans kemur með eldislax til slátrunar í Bolungavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Landaður eldislax til vinnslu í laxasláturhúsið Drimlu í Bolungavík frá áramótum til loka febrúar var samtals 2.513 tonn. Á sama tíma var landað 1.901 tonni af veiddum fiski í Bolungavíkurhöfn. Magnið af eldislaxi var því 32% meira en veiddum bolfiski.

Í janúar var landað 985 tonnum af bolfiski og í febrúar 916 tonnum.

Aðeins þrjú skip og bátar voru á veiðum í febrúar.

Togarinn Sirrý ÍS fór átta veiðiferðir og landaði 493 tonnum.

Tveir línubátar lönduðu afla í mánuðinum. Fríða dagmar ÍS kom með 217 tonn eftir 16 veiðiferðir og Jónína Brynja ÍS landaði 205 tonnum eftir 15 veiðiferðir.

DEILA