Bolungavík: fagna nýju leyfi Arctic Sea Farm í Djúpinu

Opnun Drimlu í Bolungarvík. Mynd: Haukur Sigurðsson.

Bæjarráð Bolungavíkur bókaði á fundi sínum í gær að það fagnaði útgáfu rekstrarleyfis til Arctic Sea Farm vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. „Áform um aukið fiskeldi í Ísafjarðardjúpi er mikið framfaraspor fyrir samfélagið á norðanverðum Vestfjörðum og landið allt.“ segir í bókuninni.

Arctic Sea Farm hefur fengið rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun fyrir 8.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi og þar af er leyfi fyrir 5.800 tonnum af frjóum eldislaxi. Umhverfisstofnun hefur einnig gefið út starfsleyfi fyrir sama eldi.

Með þessum leyfisveitingum hefur verið heimilað eldi á 12.000 tonnum af frjóum laxi í Ísafjarðardjúpi og auk þess rúmlega 12.000 tonnum af öðrum eldisfiski. Burðarþol er fyrir 30.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi.

DEILA