Vesturbyggð: 2.043 tonnum landað í janúar

Traffík út úr höfninni, Fosnafjord og Falksea bakka! Mynd:Patrekshöfn.

Alls var landað 2.043 tonnum af bolfiski í höfnum Vesturbyggðar í janúar. Í Patrekshöfn komu 655 tonn af veiddum fiski og í Bíldudalshöfn var landað 1.389 tonnum af eldislaxi. Eldislaxinn var því 68% af aflanum sem kom að landi.

Togarinn Vestri BA landaði 258 tonnum eftir sjö veiðiferðir í janúar.

Þrír línubátar voru á veiðum í mánuðinum. Núpur BA var með 371 tonn í sjö veiðiferðum, Agnar BA kom með 25 tonn einnig eftir sjö veiðiferðir og loks landaði Sindri BA tvisvar sinnum um hálfu öðru tonni.

DEILA