Óvissustig á Súðavíkurhlíð

Af Steingrímsfjarðaarheiði kl 11. Þar eru 15 m/sek. Mynd: Vegagerðin.

Vegurinn um Súðavíkurhlíð er opinn en óvissustig er vegna snjóflóðahættu. Að sögn Veggerðarinnar er engin úrkoma þar en mögulegt að skafi fram af fjallsbrúnum og því aðgát höfð. Hlýindi eru í lofti og ökumenn gæti að hálku. Í Ísafirði innst í Ísafjarðardjúpi gefur Vegagerðin nú upp að sé flughált.

Dynjandisheiði er lokuð og ekki verður mokað þar í dag. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Töluverður vindur er á sunnanverðum Vestfjörðum, 20 m/sek á Hálfdán og 15 m/sek á Kleifaheiði.

Almennt má segja að það séu vetraraðstæður á færð á Vestfjörðum.

DEILA