OV: stækkar Mjólká og byggir bryggju

Mjólká í Borgarfirði innaf Arnarfirði. Mynd: OV.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að auglýsa breytingar á bæði aðalskipulagi og deiliskipulagi við Mjólká í Arnarfirði.

Orkubú Vestfjarða hyggst hækka stíflu við Tangavatn um 3 metra og virkja fall vatnsins þaðan að Hólmavatni og fá við það 0,5 MW afl. Gert er ráð fyrir 700 metra langri þrýstipípu sem verði 0,7 metra víð. Virkjunin í dag gefur 11,2 MW afl og 64-75 GWh á ári en gildandi skipulag heimilar 12,05 MW virkjun og er ekki gert ráð fyrir að auka það.

Þá verða settar upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla til að mæta aukinni umferð um Borgarfjörðinn.

Loks verður gerð ný bryggja við núverandi ferjubryggju ísunnanverðum Borgarfirði. Bryggjunni er einkum ætlað að þjóna útgerðar- og þjónustubátum fiskeldisfyrirtækja en fiskeldi í Arnarfirði er nú umtalsvert og er útlit fyrir að það aukist á næstu árum. Gert ráð fyrir allt að 500 fermetra þjónustubyggingu við bryggjuna. Bryggjan verður talsvert stærri en núvarandi ferjubryggja og með tveimur grjótgörðum, 75 m og 200 m löngum. Gert er ráð fyrir 50 m langri trébryggju og 20 m langri flotbryggju.

DEILA