Mast: Landssamband veiðifélaga ekki málsaðili

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar segir að Landssamband veiðifélaga sé ekki aðili að kæru Mast til lögreglunnar á Vestfjörðum vegna slysasleppningar í Patreksfirði í sumar. Hún segir að Landssambandið hafi fyrir jól óskað eftir gögnum, sem varði málið, en ekki sé búið að afgreiða erindið vegna orlofa. Því verði væntanlega svarað á næstu dögum. Hrönnn sagði ekkert um það á hvern veg erindinu yrði svarað.

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga sagði í fréttum Stöðvar2 á fimmtudaginn að hann hefði séð gögn málsins. Aðspurður segir hann í svari við fyrirspurn Bæjarins besta að lögreglan á Vestfjörðum hafi sent honum gögnin og að hann geri ráð fyrir að hafa fengið öll gögn málsins í hendur.

Bæjarins besta óskaði eftir því við Matvælastofnun í nóvember að fá afrit af samskiptum stofnunarinnar við eldisfyrirtæki varðandi meðhöndlun eldislax vegna lúsar. Erindinu var hafnað með þeim rökum að verið væri að vinna að ítarlegri skýrslu um málið.

DEILA