Ísafjarðarhöfn: 77% tekna vegna erlendra skemmtiferðaskipa

Sundahöfn. Dýpkunarskipið siglir framhjá skemmtiferðaskipi. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarhafnar fyrir 2024 kemur fram að tekjur hafnarinnar af erlendum skemmtiferðaskipum eru áætlaðar 512 m.kr. Heildartekjur hafnarinnar er taldar verða 665 m.kr. og koma því 77% þeirra af erlendu skemmtiferðaskipunum.

Fram kemur að 217 skip hafi bókað komu á árinu sem er ívið meira en var í fyrra þegar bókanir voru 209. Nokkur afföll urðu og komu 187 skip þegar upp var staðið í fyrra. Talið er að 184.000 ferðamenn hafi komið með erlendum skipunum. Afbókanir voru einkum vegna þess að framkvæmdir í Sundahöfn hafa dregist og viðlegukanturinn er ekki enn tilbúinn. Reiknað er með svipuðum afföllum og í fyrra en að tekjurnar af erlendu skipunum aukist um 33 m.kr. milli ára..

Þjónustutekjur af innlendum aðilum eru áætlaðar 125 m.kr. en það eru einkum fiskiskipin.

gert er ráð fyrir kostnaði 489 m.kr. og að afgangur af rekstri verði 176 m.kr. Helstu útgjaldaliðir eru rekstur hafnarskrifstofunnar 304 m.kr., afskriftir 42 m.kr., þjónustukaup 35 m.kr. og hafnsögubátur 25 m.kr.

Guli liturinn táknar tekjur af erlendum aðilum og sá blái almennar þjónustutekjur.

DEILA