TÁLKNFIRÐINGUR BA – ÚTGÁFUHÓF

Bókaútgáfan Bjartur & Veröld gefur út ljóðabókina TÁLKNFIRÐINGUR BA eftir Ólaf Svein Jóhannesson.

Af því tilefni er blásið til útgáfuhófs á HÓPINU – veitingahúsi – á Tálknafirði á sunnudag kl. 20:00.

Bókin fjallar um æsku og uppvöxt höfundar á Tálknafirði, allt frá apaskinnsgöllum ´80 tímabilsins, til útgerðar og náttúruljóða.

Ljóðin segja sögu barna og unglinga sem alast upp í litlu sjávarþorpi á Vestfjörðum, skrautlegum uppákomum og sjálfsmynd íbúanna, á tímum vídeóleiganna og saumaklúbba.

Fulltrúar frá Leikfélagi Tálknafjarðar kynna höfund og munu einnig gefa áheyrendum innsýn í lífið á Tálknafirði á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Hægt er að kaupa bókin á staðnum og fá persónulega áritun frá höfundi.

DEILA