Listasafn Ísafjarðar: opnun sýningar Yoav Goldwein

Föstudaginn 15. september kl. 16 verður sýning Yoav Goldwein opnuð í sal Listasafns Ísafjarðar á annarri hæð í Safnahúsinu Eyrartúni. Listamaðurinn verður á staðnum og boðið verður upp á léttar veitingar.


Sýningin HOME – BETWEEN A SHELTER AND A CAGE tekur áhorfandan í ferðalag þar sem myndlist, heimspeki og frásagnarlist blandast saman og úr verður sjónræn innsetning og ferðalag inn á við. Með ljósmyndun, myndbandi og hljóði þræðir hún saman mismunandi sjónarhorn heimsins og kannar hversu flókið hugtakið heimili er – viðkvæmt samspil tilfinninga, tengsla og væntinga, í stöðugu samspili við kraftmikið umhverfi. Þrátt fyrir þennan vandasama dans, tekst sýningunni að eima blæbrigðaríka hugtakið heimili í heildstæða og aðgengilega víðmynd. Með sýningunni býður listamaðurinn áhorfendum að velta fyrir sér þessu flókna, huglæga og líkamlega rými sem við köllum „heimili“.


EFTIRFARANDI FRÆÐSLUDAGSKRÁ VERÐUR Í TENGSLUM VIÐ SÝNINGUNA Í SAL LISTASAFNSINS

19.09, KL. 16-17:30 / Listasamiðja 13+ (Púkinn barnamenningarhátíð)

21.09, KL. 17 / Listamannaspjall
23.09, KL. 13-16 / Listasmiðja 20+

Í listsköpun sinni ber Yoav marga hatta; hann er ljósmyndari, rannsakandi, listamaður, leiðbeinandi, mannfræðingur og heimspekingur.             En það að búa til djúpstæða reynslu er kjarninn í listköpun hans. Ástríða hans liggur í því að safna að sér visku, vinna úr henni og deila henni á skapandi og áhrifaríkan hátt.

Yoav nýtir sína eigin lífsreynslu í sköpun sinni, en barnæska hans í Ísrael hefur haft mikil áhrif. Leit hans að frelsi hefur teygt sig til bæði líkamlegra og andlegra vídda, og leitt hann á óhefðbundnar brautir með það markmið að komast að sannleikanum um tilveru mannsins. Undanfarin ár hefur hann verið á ferðalag um heiminn til að kafa ofan í óhefðbundinn og mismunandi lífsstíl fólks. Hann byrjaði sem félagsvísindamaður og myndaði fljótt persónuleg tengsl á þeim stöðum sem hann heimsótti. Hann fangar frásagnir, staðsetningar og einstaklinga sem hafa áhrif á hann. Hin djúpstæða innsýn sem fengin var af þessari reynslu, ásamt námi í heimspeki, rann saman í rannsókn á kjarna heimilisins. Þessi rannsókn birtist okkur hér sem þverfagleg sýning og ber hún titilinn HOME – Between a Shelter and a Cage.

DEILA