Háafell: nýr fóðurprammi og tvíbytna til sýnis

Háafell heldur áfram að byggja uppfiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Í dag, fimmtudaginn 07. september kemur nýr fóðurprammi Háafells sem hefur fengið nafnið Kambsnes til hafnar á Ísafirði. Fyrir nokkrum vikum kom Örn ÍS, nýr þjónustubátur í Djúpið sömuleiðis.  

Af þessu tilefni býður Háafell öllum áhugasömum til þess að koma og skoða þessi öflugu vinnutæki í Ísafjarðarhöfn kl.16:00 í dag. Léttar veitingar verða í boði

Það er GroAqua í Færeyjum sem smíðar og hannar Kambsnes en pramminn er sérstaklega hannaður til þess að þola mikla ísingu og háa ölduhæð auk þess að gera ráð fyrir nýrri fóðurtækni í hönnun auk þess er um borð rafhlöður og spennir fyrir landteningu. Kambsnes verður staðsett á eldissvæðinu Kofradýpi. Euro-Industry smíðar og hannar Örn ÍS en hann er öruggur, öflugur og traustur vinnubátur fyrir krefjandi aðstæður í Ísafjarðardjúpi en Háafell hefur þegar byrjað að nota hann.

DEILA