Sjálfboðaliðar frá SEEDS bæta aðgengi í Listasafni Samúels í Selárdal

Sjálfboðaliðar frá SEEDS vinna nú í Selárdal að því að bæta aðgengi og gera göngustíga auk frágangs á lóð Listasafns Samúels. Gerhard König sér um að leiðbeina sjálfboðaliðunum: fimm Þjóðverjum, einum Frakka og einum Brasilíumanni. Vesturbyggð og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkja framkvæmdirnar.

Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal var stofnað þann 4. apríl 1998. Tilgangur félagsins er að stuðla að endurreisn og viðhaldi á listaverkum og byggingum Samúels Jónssonar (1884-1969) í Selárdal við Arnarfjörð og kynna verk Samúels innan lands sem utan. Félagið hóf viðgerðir á listaverkum Samúels árið 2004 í samstarfi við landbúnaðarráðuneytið. Gerhard König myndhöggvari tók að sér verkstjórn og hefur hann unnið að viðgerðum í Selárdal s.l. sumur í umboði félagsins.

DEILA