Merkir Íslendingar – Jón Aðalsteinn Vilbergsson

Jón Aðalsteinn Vilbergsson, Alli, fæddist á Flateyri þann 26. júlí 1927.

Foreldrar hans voru Jóhanna Steinunn Guðmundsdóttir, fædd 24. september 1900 í Straumfjarðartungu, Miklaholtssókn, Hnappadalssýslu, d. 13. janúar 1982, og Vilberg Jónsson, fæddur 26. maí 1900 á Kirkjubóli, Mosvallahreppi í Önundarfirði, d. 14. apríl 1960.

Systkini Alla eru:

 1) Guðmundur Viggó Vilbergsson, f. 3. des. 1924, d. 25. september 1991,

2) Vilberg Valdal Vilbergsson, f. 26. maí 1930

 3) Sara Vilbergsdóttir, f. 12. okt. 1935, d. 19. mars 2011.

Alli bjó lengst af á Flateyri. Eftir fullnaðarpróf í barnaskólanum stundaði hann sjósókn í nokkur ár en upp úr tvítugu hóf hann nám í vélsmíði hjá föður sínum í vélsmiðjunni Blossa og lauk meistaraprófi í þeirri iðn. Vann eftir það í nokkur ár sem vélsmiður. 
Aðalsteinn setti á fót verslun á Flateyri sem kennd var við hann og nefnd  -Allabúð -. Var hún rómuð fyrir ótrúlegt vöruúrval og einstaka þjónustulund Alla. Þar stundaði hann kaupmennsku fram á níunda áratuginn. Hann vann um tíma eftir það hjá Kaupfélagi Önfirðinga við verslunarstörf

Árið 1988 flutti Aðalsteinn  í Reykjanesbæ þar sem hann bjó til til dauðadags.

Aðalsteinn Vilbergsson lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi í Reykjanesbæ þann 12. janúar 2020.

Úför Alla fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. janúar 2020.

Aðalsteinn Vilbergsson í verslunm sinni –Allabúð- á Flateyri.

Hér má heyra Hljómsveitina  -ÆFINGU- frá Flateyri flytja lagið – ALLABÚÐ-
.
https://www.youtube.com/watch?v=GstuEDCEvRk


DEILA