Guðný Gígja Skjald­ar­dóttir bæjarlista­maður Vest­ur­byggðar 2023

Guðný Gígja Skjald­ar­dóttir hefur hlotið nafn­bótina bæjarlista­maður Vest­ur­byggðar 2023.  Gígja hóf listferill sinn í heimabæ sínum á Patreksfirði þar sem hún kom reglulega fram á hinum ýmsu viðburðum og söng og spilaði á gítar. Árið 2008 var Gígja einn af stofnendum hljómsveitarinnar Ylju þar sem hún syngur með Bjarteyju Sveinsdóttur.

Í frétt Vesturbyggðar segir að tónlist Ylju einkennist af þjóðlagahefð og draumkenndum söng Gígju og Bjarteyjar. „Uppruni Gígju á sunnanverðum Vestfjörðum hefur litað lögin og textana sem hún hefur samið, þar má meðal annars nefna lögin Hlaðseyri og Á rauðum sandi. Þær stöllur hafa hlotið tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna, meðal annars hafa þær báðar verið tilnefndar sem söngkona ársins. Ylja hefur reglulega spilað í Vesturbyggð, þar má sérstaklega nefna hugljófa jólatónleika sem hljómsveitin hélt mörg ár í töð. Auk þess hefur hljómsveitin Ylja eða Gígja sjálf margsinnis komið fram í einkasamkvæmum jafnt sem almenningsviðburðum á svæðinu.“

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri afhenti Gígju í gær verðlaunaskjöld sem vott um nafnbótina.

DEILA